Laugardagur 2. ágúst
Fasteignaleitin
Opið hús:05. ágúst kl 17:30-18:00
Skráð 31. júlí 2025
Deila eign
Deila

Holtsbúð 23

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
166.3 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
142.900.000 kr.
Fermetraverð
859.290 kr./m2
Fasteignamat
99.800.000 kr.
Brunabótamat
78.600.000 kr.
Mynd af Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1977
Þvottahús
Garður
Fasteignanúmer
2070519
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Endurnýjaðar að hluta
Frárennslislagnir
Endurnýjaðar að hluta, skipt var um rör frá vaski á baðherbergi út í brunn. Sett plaströr í stað steypts.
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta
Þak
Endurnýjað þakjárn, pappi og timbur sem þörf var á
Svalir
Norðursvalir
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Seljendur hafa orðið vör við leka frá gluggum upp við þak í eldhúsi. Lekinn hefur verið lagfærður en ekki er komin næg reynsla á hvort að það heldur. Kominn er tími á að skipta um þessa glugga.  Fyrir nokkrum árum lak ofn í stofu og sjá má rakaskemmd í parket iaf þeim völdum.  Blöndunartæki í sturtu á baðherbergi neðri hæðar eiga til að mishitna, einnig á niðurfall þar til að stíflast. Hiti er í bílaplani og er önnur af tveimur slaufum óvirk.
Domusnova og Ingunn Björg lgf. kynna virkilega snyrtilegt og fallegt endaraðhús á tveimur hæðum ásamt bíksúr við Holtsbúð 23 í Garðabæ. Í húsinu eru 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, rúmgott eldhús í opnu alrými með stofu og borðstofu. Úr stofu er útgengt út á fallega verönd og garð sem snýr til suðurs. Húsinu hefur verið haldið vel við og verið endurnýjað töluvert að innan.
Frábær staðsetning innst í botnlanga í rólegri götu. Stutt er í grunnskóla, fjölbrautarskóla og leikskóla sem og í íþróttamiðstöðina Miðgarð. Fallegar hjóla- og gönguleiðir eru í næsta nágrenni. Miðbær Garðabæjar er einnig í nánasta umhverfi þar sem einnig eru skólar ásamt verslunum, veitingastöðum og annari almennri þjónustu. 
Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er húsið skráð 166,3 fm2 þar af er bílskúr 18,3 fm2. 

Viðhald húss undanfarin ár:
  • 2004 - Eldhús endurnýjað ásamt öllum tækjum
  • 2018 - Baðherbergi endurnýjað ásamt öllum tækjum
  • 2022 - Skipt um pappa, járn og timbur sem þörf var á. 
  • 2021 /4 Allir ofnar endurnýjaðir fyrir utan einn.
  • 2010 Skipt um allt gler á suðurhlið húss fyrir utan þakglugga

Lýsing eignar:
Efri hæð:
Stofa / borðstofa björt og rúmgóð með stórum gluggum sem ná yfir heilan vegg, granít gluggakistur, útgengt út á verönd og í einstaklega fallegan gróðursælan garð sem snýr til suðurs. Parket á gólfi.
Eldhús í opnu rými með stofu og borðstofu. Fín innrétting með góðu skápaplássi og eyju. Granít borðpltötur. Steinflísar á gólfi. Bjart og skemmtilegt rými með gluggum upp við þak. 
Hol með steinflísum á gólfi. Væri hægt að nýta sem sjónvarpsrými.
Hjónaherbergi gott herbergi sem í dag er nýtt sem sjónvarpsherbergi. Rúmgóður fataskápur, útgegnt á svalir. Parket á gólfi. 
Barnaherbergi 3 fínt herbergi með parketi á gólfi 
Baðherbergi með baðkari, innréttingu undir vaski, upphengt salerni. Korkur á gólfi, fibo trespo plötur á veggjum.
Verönd og garður útgengt út á afgirta verönd og í einsaklega fallegur og gróðursælan garð. Meðfram húsi er gróðursælt svæði sem tilvalið er til ræktunar matjurta þar er t.d. mikið magn af myntu sem kemur upp á hverju ári. Einnig eru þar þvottasnúrur og kaldur geymsluskúr. 

Neðri hæð:
Forstofa með fallegum steinflísum á gólfi.
Barnaherbergi 1 rúmgott með parketi á gólfi, laus fataskápur. 
Barnaherbergi 2 rúmgott með parketi á gólfi, laus fataskápur. 
Baðherbergi með sturtu, lítilli innréttingu við vask, salerni, flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús með eldri innréttingu. 
Bílskúr með heitu og köldu vatni. Stórt bílplan með hitalögn. 





Nánari upplýsingar veita:
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / ingunn@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vetrarbraut 2-4 íb309
Bílastæði
Vetrarbraut 2-4 íb309
210 Garðabær
119.4 m2
Fjölbýlishús
413
1124 þ.kr./m2
134.229.000 kr.
Skoða eignina Sjávargrund 10
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Sjávargrund 10
Sjávargrund 10
210 Garðabær
197.7 m2
Fjölbýlishús
825
665 þ.kr./m2
131.400.000 kr.
Skoða eignina Hraunprýði 10
Skoða eignina Hraunprýði 10
Hraunprýði 10
210 Garðabær
182.1 m2
Raðhús
54
811 þ.kr./m2
147.600.000 kr.
Skoða eignina Kinnargata 92
Bílastæði
e
Skoða eignina Kinnargata 92
Kinnargata 92
210 Garðabær
147.6 m2
Fjölbýlishús
413
1049 þ.kr./m2
154.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin