Sunnudagur 11. janúar
Fasteignaleitin
Skráð 5. jan. 2026
Deila eign
Deila

Aðalgata 6

FjölbýlishúsSuðurnes/Reykjanesbær-230
117.1 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
61.900.000 kr.
Fermetraverð
528.608 kr./m2
Fasteignamat
59.500.000 kr.
Brunabótamat
63.000.000 kr.
US
Unnur Svava Sverrisdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1991
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Fasteignanúmer
2086802
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Upprunalegir
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Já og Sólpallur við bílskúr
Upphitun
Ofnar, hitaveita
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Kvöð / kvaðir
Vatnsinntak og hitaveitugrind fyrir allt húsið er í bílskúr sem fylgir þessari eign, munnlegt samkomulag eigenda í húsinu um hvaða hluti af risi fylgir hverri íbúð. Einnig munnlegt samkomulag um að sólpallur í sameiginlegri lóð fylgi þessari eign.
ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina: Aðalgötu 6, 230 Reykjanesbær, íbúð 02-02, fastanúmer 208-6802. Eignin er skráð 117.1 fm samkvæmt FMR, þar af er bílskúr 24.7 fm, einnig fylgir eigninni hlutdeild í háalofti, þar hefur verið útbúið rúmgott tómstundarými með glugga.

Eignin hefur fengið gott viðhald, aðeins einn eigandi frá upphafi, getur afhenst fljótt.

Íbúðin er á efri hæð í fjórbýli og er mjög björt og snyrtileg. Eignin samanstendur af góðu alrými, þar er forstofa, stofa, borðstofa og eldhús. Góðar yfirbyggðar svalir, útgengt á þær frá alrými. Rúmgott þvottahús er inn af eldhúsi með góðri aðstöðu. Baðherbergi hefur flísar á gólfi og veggjum og rúmgóða sturtu. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni auk tómstundaherbergis/geymslu í risi. Gott hafútsýni frá eldhúsi og svefnherbergjum. Bílskúr er snyrtilegur með útgengi út á sólríkan sólpall sem tilheyrir íbúðinni. 

Nánari upplýsingar veitir: Unnur Svava Sverrisdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 868-2555, tölvupóstur unnur@allt.is.

Nánari lýsing eignar:
Eldhús: Hefur hvíta innréttingu með nýlegum tækjum, þar er bjartur borðkrókur með hafútsýni, parket á gólfum.
Þvottahús: Hefur góða innréttingu og hefur verið nýtt sem þvottahús, geymsla og hluti af eldhúsi.
Stofa og borðstofa: Björt stofa með stórum gluggum og parketi á gólfum, útgengt út á yfirbyggðar svalir frá borðstofu.
Forstofa: Opin og björt með klæðaskáp.
Hjónaherbergi: Rúmgott með heilum vegg af klæðaskápum, stór horngluggi með hafútsýni, parket á gólfum.
Herbergi: Góð stærð, bjart með hafútsýni og klæðaskáp, parket á gólfi.
Risherbergi/geymsla í risi: Gengið er upp í sameiginlegt ris/háaloft frá sameign. Þar er búið að klæða og einangra herbergi í fjórðungi risins sem tilheyrir íbúðinni, hefur verið nýtt sem tómstundaherbergi, með glugga.
Baðherbergi: Flísalagt á veggjum og gólfi, upphengt salerni, hvít innrétting með ofan á lögðum vaski, speglaskáp og walk inn sturtu.
Bílskúr: Sjálfvirkur hurðaopnari, gluggar og útgengi út á sólpall. Nýr dúkur á þaki bílskúrs.
Sólpallur: Fallegur sólpallur fylgir eigninni, í baklóð við hlið bílskúrs.
Bílastæði: Eitt bílastæði fylgir eigninni að framanverðu húsinu. 
Umhverfi: Eignin er virkilega vel staðsett í miðbæ Keflavíkur í göngufæri við allar helstu verslanir, veitingastaði, þjónustu og gönguleiðir með sjávarsíðunni.

Bókaðu skoðun og ég sýni þér samdægurs: unnur@allt.is eða í síma 8682555

ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 62, 230 Reykjanesbæ - Reykjavíkurveg 66, 220 Hafnarfirði
 
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 3.800.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1991
24.7 m2
Fasteignanúmer
2086802
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
10.400.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Lyngholt 10
Skoða eignina Lyngholt 10
Lyngholt 10
230 Reykjanesbær
98.2 m2
Hæð
312
600 þ.kr./m2
58.900.000 kr.
Skoða eignina Faxabraut 38
Bílskúr
Skoða eignina Faxabraut 38
Faxabraut 38
230 Reykjanesbær
113.5 m2
Fjölbýlishús
213
551 þ.kr./m2
62.500.000 kr.
Skoða eignina Tjarnargata 41
Skoða eignina Tjarnargata 41
Tjarnargata 41
230 Reykjanesbær
115 m2
Hæð
413
521 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Hafnargata 20
Skoða eignina Hafnargata 20
Hafnargata 20
230 Reykjanesbær
96.2 m2
Fjölbýlishús
412
612 þ.kr./m2
58.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2026 - Fasteignaleitin