Fasteignasalan Torg og Svavar Friðriksson, löggiltur fasteignasali, kynna: ***Afar falleg og mikið endurnýjuð 3ja-4ra herbergja 88,3m2 útsýnisíbúð á annarri hæð (201) á þessum eftirsótta stað í Kópavoginum***
Um er að ræða rúmgóða og bjarta íbúð, í fjölbýlishúsi með fjórum öðrum íbúðum, með sameiginlegum inngangi. Gengið er upp tröppur í sameign. Forstofa, hol, hjónaherbergi, barnaherbergi, alrými - stofa - borðstofa - eldhús, baðherbergi, svalir í suðvestur og sameiginlegt þvotthús í sameign í kjallara. Fallegt og hlýlegt parket á gólfi og flísar inni á baðherbergi. Eigendur hafa endurnýjað íbúðina mikið og fallega. Má þar nefna að nýtt rafmagn hefur verið dregið í eldhús og stofu og ný öryggi í rafmagnstöflu á árinu 2021. Eldhúsinnrétting og tæki frá sama ári. Möguleiki á að bæta við herbergi.
Eftirsóttur staður í góðu íbúðahverfi í Kópavoginum þar sem stutt er í skóla, leikskóla og aðra þjónustu. Fallegt útsýni.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR SVAVAR FRIÐRIKSSON, LÖGGILTUR FASTEIGNASALI, Í SÍMA 623-1717 - SVAVAR@FSTORG.IS.
Nánari lýsing eignar.
Inngangur. Sameiginlegur.
Forstofa með stórum skáp með speglahurðum.
Hjónaherbergi. Afar hlýlegt og rúmgott svefnherbergi með stórum og stílhreinum fataskáp.
Barnaherbergi. Nett barnaherbergi með parketi á gólfi.
Sjónvarpshol. Rúmgott.
Borðstofa. Góð borðstofa.
Stofa. Björt og rúmgóð með aðgengi út á útsýnissvalir er snúa til suðvesturs.
Alrými. Eldhús - stofa - borðstofa og sjónvarpshol. Bjart og stórt rými sem er smekklega innréttað og vel nýtt. Falleg lýsing með led-ljósum.
Eldhús. Opið og nýtískulegt eldhús með eyju. Uppþvottavél og ísskápur inn í fallegri dökkri innréttingu. Bakaraofn í vinnuhæð. Eyja með stóru keramik-helluborði - sæti fyrir þrjá. Rafmagnstenglar í eyjunni.
Baðherbergi. Flíslagt í hólf og gólf. Góð innrétting. Baðkar með sturtu. Gluggi.
Sérgeymsla. Stór 6m2 sérgeymsla Í sameign í kjallara hússins
Þvottahús. Þvottahúsið er staðsett í kjallara hússins.
Vagna- og hjólageymsla. Í sameign hússins.
Álfhólsvegur 125 er á eftirsóttum stað þar sem rólegt íbúðarumhverfi og góð þjónusta mætast. Stutt er í skóla, leikskóla, verslanir og útivistarsvæði, auk þess sem samgöngur eru greiðar bæði innan hverfisins og út úr því. Staðsetning sem hentar jafnt fjölskyldum sem fólki sem vill hafa allt við höndina.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR SVAVAR FRIÐRIKSSON, LÖGGILTUR FASTEIGNASALI, Í SÍMA 623-1717 - SVAVAR@FSTORG.IS.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Kaupandi eignarinnar greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati eignarinnar.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra.