Sunnudagur 6. júlí
Fasteignaleitin
Skráð 15. maí 2025
Deila eign
Deila

Laugarbrekka 22

Tví/Þrí/FjórbýliNorðurland/Húsavík-640
255.8 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
53.000.000 kr.
Fermetraverð
207.193 kr./m2
Fasteignamat
65.400.000 kr.
Brunabótamat
117.750.000 kr.
Byggt 1954
Þvottahús
Garður
Fasteignanúmer
2153131
Húsgerð
Tví/Þrí/Fjórbýli
Byggingarefni
St+hlaðið
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Talið í lagi
Raflagnir
Talið í lagi
Frárennslislagnir
Talið í lagi
Gluggar / Gler
Talið í lagi
Þak
nýlegt
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Lögeign kynnir eignina Laugarbrekka 22, 640 Húsavík .(ATH. fastanúmerið sem er að eigninni núna er fyrir húsið í heild og verður því skipt upp í tvö fastanúmer við sölu á eigninni.)

Einbýlishús á þremur hæðum en verið er að skipta eigninni upp í tvíbýli og verður þá þessi eignarhluti með tvær hæðir. samtals stærð eignar verður eftir skiptinguna 255,8 M². eignin skiptist í hæð og ris.

Hæðin skiptist í: Forstofu, þvottahús, eldhús, gang, stofu, borðstofu, sjónvarpsstofu, hjónaherbergi, og baðherbergi. Forstofan er með flísum á gólfi. Þvottahúsið er með sérútgangi, flögutex gólfi, innréttingu og flísum upp á miðja veggi. Eldhúsið endurnýjað 2021. Gangurinn, stofurnar og hjónaherbergið eru með plastparketi á gólfum og í hjónaherberginu er fataskápur og einnig er lítið herbergi/geymsla inn af hjónaherberginu. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með innréttingu og baðkari sem í er sturta. Risið skiptist í: 4 svefnherbergi, hol og snyrtingu. Fataskápar eru í herbergjum og eitt þeirra er með útgang út á svalir.
Almennt:
Húsið er stórt og rúmgott, með ágætum garði, ásamt litlu gróðurhúsi, gott útsýni. Nýtt og stórt bílastæði með malbiki(2016).
Eldhús endurnýjað 2021
Þak endurnýjað að mestu 2021
Skipt um gler í gluggum og opnanleg fög að mestu 2021
Hús málað að utan 2021
Stafnar klæddir í stíl við langhliðar hússins 2021

Annað:
Eignaskiptayfirlýsing er klár fyrir húsið og verður gengið frá því við sölu á eigninni,

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lfg. í síma 865-7430 eða netfanginu hermann@logeign.is eða Hinrik Lund lgf., í síma 835-0070 eða netfanginu hinrik@logeign.is.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Lögeign
https://www.logeign.is
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin