Hrönn Ingólfsdóttir lgfs. kynnir: Glæsilega og vel skipulagða
fjögurra herbergja ibúð á sjöundu hæð við Lautasmára 5 í Kópavogi. Eignin er skráð alls
105 fm ásamt geymslu í sameign. Eignin skiptist þannig: Forstofa, baðherbergi, eldhús, stofa og borðstofa. Þrjú góð svefnherbergi ásamt þvottahúsi innan íbúðar. Búið er að skipta um allar innihurðir í íbúðinni ásamt gólfefnum á herbergjum og alrými. Góð geymsla í sameign ásamt sameiginlegri vagna og hjólageymslu. Einstakt útsýni er úr íbúðinni.
Nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Hrönn Ingólfsdóttir í síma 692 3344 eða hronn@primafasteignir.is.Nánari lýsing eignar:Forstofa: Parket á gólfi og góður fataskápur.
Eldhús: Rúmgóð innrétting með ofni í vinnuhæð og góðum og afar björtum borðkrók með útsýni til suðurs.
Stofa: Björt og rúmgóð með stórum gluggum til vesturs og útgengi á góðar vestur svalir. Möguleiki að loka svölum. Parket á gólfi.
Herbergi 1 / hjóna: Mjög rúmgott með góðum skápum. Parket á gólfi.
Herbergi 2: Rúmgott, parket á gólfi og góður fataskápur. (Þetta herbergi hefur verið stækkað og er því stærra en á grunnteikningu)
Herbergi 3: Rúmgott, parket á gólfi og góður fataskápur.
Baðherbergi: Flísalagt með baðkari, sturtu og góðri innréttingu.
Þvottahús: Gott þvottahús innan íbúðar með skolvaski hillum og plássi fyrir þurrkara og þvottavél.
Geymsla: Um 5 fm sér geymsla er í sameign.
Þetta er einstök, vel skipulögð og björt útsýnisíbúð með útsýni til suðurs og vesturs. Mjög snyrtileg sameign og hleðsla fyrir rafmagnsbíla úti á plani. Næg bílastæði.
Nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Hrönn Ingólfsdóttir í síma 692 3344 eða hronn@primafasteignir.is.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.