RE/MAX og Þorsteinn Yngvason, lögmaður / löggiltur fasteignasali, kynna í einkasölu fallega og vel skiplulagða 3-4 herbergja íbúð á fyrstu hæð að Holtsvegi 57. Íbúðin skiptist í eldhús/borðstofu, stofu, baðherbergi, tvö svefnherbergi og geymslu innan íbúðar. Samkvæmt HMS er birt flatarmál eignarinnar 119,3 fm.
** Afar hugguleg sólstofa með svalalokun.
** Alrými íbúðar er mjög rúmgott og vel skipulagt. Rúmar vel setustofu, borðstofu, sjónvarpsstofu og eldhús.
** Stæði í bílageymslu fylgir íbúðinni
** Gólfhiti í öllum rýmum íbúðarinnar
Nánari lýsing:
Anddyri: Parket á gólfi og rúmgóður fataskápur.
Geymsla: Innan íbúðar. Parket á gólfi og gluggi í rýminu. Væri hægt að nýta sem svefnherbergi.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi og fataskápur.
Barnaherbergi: Parket á gólfi og fataskápur.
Baðherbergi: Falleg baðinnrétting. Sturta með glerþil. Handklæðaofn og upphengt salerni. Flísar á gólfi og veggjum að hluta.
Þvottahús: Inn af baðherbergi. Flísar á gólfi. Innrétting undir þvottavél og þurrkara. Skolvaskur.
Eldhús: Parket á gólfi. Falleg eldhúsinnrétting með eyju. Helluborð, háfur og bakaraofn í eyju. Innbyggð uppþvottavél og ísskápur.
Stofa: Parket á gólfi. Rúmgott rými sem skiptist í borðstofu, setustofu og sjónvarpsstofu. Frá stofunni er útengt út í sólstofu. Sólstofan er hellulögð og með svalalokun.
Stæði í bílageymslu: Merkt B02
Hjóla- og vagnageymsla: Staðsett í sameign hússins.
Húsið:Fallegt lyftuhús byggt árið 2021. Húsið er steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús með 17 íbúðum í einum stigagangi. Á 1. hæð eru þrjár íbúðir. Á hæðinni er jafnframt anddyri, geymslur íbúða, hjóla- og vagnageymsla, inntaksrými og upphituð bílageymsla með fimm bílastæðum og fjórum bílskúrum. Á lóðinni eru svo 21 bílastæði í óskiptri sameign, þar af er eitt bílastæði fyrir hreyfihamlaða.
Umhverfið:Húsið er í Urriðaholti í Garðabæ sem er einstakt og nýstárlegt hverfi. Umkringt óspilltri náttúru en um leið í nálægð við góðar samgönguæðar og sérlega vel staðsett innan höfuðborgarsvæðisins. Í jaðri hverfisins eru helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, ósnortin náttúra og einn glæsilegasti golfvöllur landsins.
Allar frekari upplýsingar veitir:
Þorsteinn Yngvason, lögmaður / löggiltur fasteignasali, í síma 696 0226 eða thorsteinn@remax.is