Munkaþverárstræti 19 - Skemmtilega staðsett og vel viðhaldið 7 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr á neðri Brekkunni - stærð 224,0 m² - þar af telur bílskúr 28,0 m²
Möguleiki er að útbúa útleigueiningu á neðri hæðinni.
Eignin skiptist með eftirtöldum hætti,
Efri hæð, 124,0 m²: Forstofa, eldhús, stofa og borðstofa, þrjú svefnherbergi og baðherbergi.
Neðri hæð, 72,0 m²: Þvottahús, tvær geymslur, sjónvarpshol, svefnherbergi og baðherbergi.
Forstofa er með flísum á gólfi, gólfhita og innfelldri lýsingu í lofti. Hitalagnir eru í neðri tröppunum fyrir framan húsið, ótengdar.
Eldhús, vönduð hvít sprautulökkuð innrétting með góðu skápa- og bekkjarplássi. Stæði er í innréttingu fyrir ísskáp og uppþvottavél. Ljósar flísar milli skápa og korkur á gólfum. Ágætur borðkrókur með hornglugga með útsýni til austurs.
Stofa og borðstofa eru hjartað í húsinu, rúmgott rými með flísum á gólfi, góflhita og innfelldri lýsing í loftum. Nýleg kamína er í stofunni.
Sjónvarpshol er á neðri hæðinni og þar er ljóst plast parket á gólfum.
Baðherbergin eru tvö, eitt á hvorri hæð. Á efri hæðinni eru ljósar flísar á gólfi og hluta veggja, hvít innrétting, handklæðaofn, walk-in sturta og opnanlegur gluggi. Á neðri hæðinni eru flísar á gólfi og hluta veggja, handlaug, upphengt wc, baðkar með sturtutækjum og opnanlegur gluggi.
Svefnherbergin eru fjögur, þrjú á efri hæðinni og eitt á neðri. Hjónaherbergi er með flísum á gólfi og stórum viðarlituðum fataskáp. Barnaherbergin á efri hæðinni eru bæði rúmgóð og með flísum á gólfi og annað þeirra er með gólfhita. Á ganginum á milli barnaherbergjanna er hurð út til vesturs á timbur verönd. Herbergið á neðri hæðinni er einnig rúmgott, með plastparketi á gólfi og gólfhita.
Steyptur stigi er á milli hæða og á stigapallinum er hurð út til norður sem nýtist sem annar inngangur fyrir eignina.
Þvottahús er með flísum á gólfi og ljósri plastlagðri innréttingu.
Tvær geymslur eru í kjallaranum og eru þær báðar ókynntar.
Bílskúrinn stendur fyrir neðan húsið, skráður 28,0 m² að stærð og með byggingarár 1958. Þar er lakkað gólf, vinnuborð og eldri hurð með gönguhurð í. Bílskúrinn er kynntur með affalli af íbúðarhúsi.
Annað
- Lofthæð á neðri hæðinni er um 2 metrar.
- Gólfhiti er í stofu, borstofu og einu svefnherbergi á efri hæð og í öllum rýmum fyrir utan geymslur á neðri hæð.
- Búið er að endurnýja öll inntök.
- Búið er að endurnýja raf-, hitaveitu- og vatnslagnir.
- Lóðin er gróin og falleg. Timburverönd er með hluta af suðurhliðinni og allri vesturhliðinni. Við endann á veröndinni er geymsluskúr fyrir garðhúsgögn o.fl. Nýr heitur pottur er á veröndinni, (2024).
- Steyptir lóðarveggir eru fyrir framan húsið og tvö sér bílastæði.
- Búið er að drena með hliðum hússins og endurnýja frárennsli. Eftir er að endurnýja frárennsli frá þvottahúsi og út í brunn á lóð. Sett var einangrun utan á kjallaranum í framkvæmdunum.
- Búið er að endurnýja þakjárn á tveimur hliðum og setja nýja 9" einangrun í allt þakið.
- Búið er að endurnýja alla glugga í íbúðarhúsinu og gluggar fyrir bílskúr fylgja með við sölu.
- Fjölskylduvæn eign á vinsælum stað á neðri Brekkunni.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.