Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali hjá TORG fasteignasölu kynnir: Mjög björt, falleg og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð með
sérinngangi í litlu fallegu fjölbýli á efstu hæð (gengið upp eina hæð) á vinsælum stað að Austurkór 5 í Kórahverfi Kópavogs. Eignin er alls skráð 79,3 fm. og skiptist í forstofu, gang, eldhús, stofu með borðstofuplássi, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi og geymslu. Úr stofu er útgengt á rúmgóðar suðursvalir með glæsilegu útsýni yfir stórt grænt svæði. Íbúar hússins eru búnir að
sérmerkja bílastæði. Göngufæri er í verslun, skóla og leikskóla. Í hverfinu er Kórinn íþróttamiðstöð HK, fallegar gönguleiðir, útivistarsvæði og hesthús og stutt er á golfvöll.
Eignin getur verið laus fljótlega.Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar fasteignasali í S: 844-6516 eða ragnar@fstorg.is Aðkoma: Beint af stóru bílaplani er gengið inn um sérinngang frá yfirbyggðum svalagangi. Aðkoman virkar snyrtileg og eru íbúar búnir að sérmerkja bílastæði.
Forstofa/anddyri: Komið er inn í flísalagða forstofu með loftháum þreföldum fataskáp. Hurð aðskilur forstofuna frá íbúðarrými.
Hol/svefnherbergisgangur: Frá forstofu tekur við hol og svefnherbergisgangur sem tengir saman aðalrýmið. Flæðandi eikarparket er á gólfi.
Eldhús: Falleg eikarinnrétting með hvítum efri skápum, dökkri plötu á borði, búið helluborði, bakaraofni, gufugleypi og uppþvottavél. Öll tæki eru frá þýska merkinu AEG. Eikarparket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Stofa og borðstofa eru samliggjandi og bjartar með eikarparketi á gólfi. Stórir gluggar gera rýmið bjart og skemmtilegt ásamt því að frá stofu er útgengt á rúmgóðar suðursvalir með glæsilegu útsýni yfir grænt svæði og er staðsetningin því friðsæl.
Hjónaherbergi: Hjónaherbergið er rúmgott með loftháum fataskápum og eikarparketi á gólfi.
Svefnherbergi: Að undanskildu hjónaherbergi er annað svefnherbergi með loftháum fataskápum og eikarparketi á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með hvítum flísum á veggjum og ljósum flísum á gólfi. Skápar og falleg viðarinnrétting með handlaug. Upphengt salerni og baðkar með sturtuaðstöðu og glerskilrúmi.
Þvottaherbergi: Þvottaherbergið er innan íbúðar. Flísalagt með ljósum flísum búið vinnuborðplássi og hvítum skápum. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla: Eigninni fylgir sér geymsla skráð 8,8 fm. ásamt því að sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er staðsett á jarðhæð sameignar.
Austurkór liggur á mörkum Kópavogs og Garðabæjar ofan við Smalaholtsskóg og Vífilsstaðavatn. Austurkór 5 er neðst í götunni og eru bæði leikskólar og grunnskóli í göngufæri. Glæsilegt íþróttasvæði HK í Kórnum er sömuleiðis í næsta nágrenni sem og hesthúsahverfið við Heimsenda. Skipulag hverfis er barnvænt og þarf til að mynda ekki að þvera götur á leið í leikskóla, skóla eða til íþróttasvæðis í Kórnum. Almenningssamgöngur eru góðar í hverfinu og stutt í næstu strætóbiðstöðvar, golfvöll, fallegar gönguleiðir sem og útivistarsvæði.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar fasteignasali í S: 844-6516 eða ragnar@fstorg.is Fáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér.Áætluð gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er ca. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.