EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARANÁNARI UPPLÝSINGAR FÆRÐU HJÁ GUÐNÝJU ÞORSTEINS Í SÍMA 7715211 EÐA GUDNYTH@REMAX.ISSMELLTU HÉR OG SJÁÐU EIGNINA Í 3D (ekki er þörf á sérstöku forriti til þess)RE/MAX og GUÐNÝ ÞORSTEINS löggiltur fasteignasali kynna: Hólavangur 18, fallegt einbýlishús á rólegum og grónum stað. Húsið stendur á stórri, skjólgóðri 888fm leigu lóð sem býður upp á vellíðan og frið. Hér er ekki aðeins er að finna notalegt heimili, heldur einnig 30fm Yurt tjald frá Mongólíu ásamt sauna tunnu.
Eignin afhendist 15. október 2025.Smelltu hér og fáðu söluyfirlit samstundisAf hverju að velja þessa eign?✅ Staðsetning í rólegu og grónu umhverfi – Friðsælt hverfi á Hellu með stórri og skjólgóðri lóð.
✅ Stór gróinn garður með Yurt tjaldi og sauna tunnu sem skapar umhverfi fyrir afslöppun.
✅ Tækifæri til útleigu eða reksturs – Yurt tjaldið með hita í gólfi býður upp á möguleika fyrir útleigu eða heilsu- og vellíðunartengda starfsemi.
✅ Aukin lofthæð í öllum rýmum hússins gefur rýminu góð birtu og rúmgóðan blæ.
✅ Tvö svefnherbergi með möguleika á þriðja, björt stofa með útgengi á verönd og garð.
✅ Þreplaus sturta á baðherbergi með útgang út í garð.
✅ Hentar jafnt fjölskyldum sem og einstaklingum sem vilja njóta kyrrðar og náttúru.
Þetta er tækifæri til að eignast fallegt heimili í góðu umhverfi með fjölbreytta möguleika!Nánari lýsing:
Forstofa: Er með dúk á gólfi og snögum á vegg.
Eldhús, borðstofa og stofa: Eru í björtu og opnu rými með aukinni lofthæð ásamt útgang út á verönd sem tengir húsið við garðinn, harðparket á gólfi.
Þvottahús/geymsla: Rúmgott með opnanlegu fagi og dúk á gólfi.
Svefnherbergi: Eru tvö talsins með dúk á gólfi.
Baðherbergi: Er með þreplausri sturtu, salerni, vask og baðskáp, a
uk þess er hurð úr baðherbergi út í garð.Garður og sælureitur: Stór og skjólgóður garður umvafinn háum trjám sem skapa einstaka náttúrustemmingu. Í garðinum er 30 fm Yurt tjald, gólf er einangrað með kameldýra- og sauðfjárull (bæta/laga þarf efsta lag segls á tjaldi), einnig er sauna tunna í garðinum.
Þetta er notalegt heimili sem býður upp á tækifæri fyrir þá sem vilja njóta lífsins í friðsælu umhverfi eða nýta í rekstur.
Hús og byggingarefni:Húsið er timburhús byggt með 22° þakhalla og reist á steyptum grunni.
Gólf byggt upp með 50x225 timburbitum og 200 mm einangrun á milli.
Veggir með hefðbundnu burðavirki, 125 mm einangrun, krossvið til vindstýfingar, klæðningu, asfaltpappa og litað þakstál.
Sperrur með 200 mm einangrun. Allar brunavarnir uppfylla byggingareglugerð.
Allar frekari upplýsingar veitir Guðný Þorsteins, löggiltur fasteignasali í síma 771-5211 eða á netfanginu gudnyth@remax.is.Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Re/Max því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, 69.900 kr. m.vsk.