Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala kynnir bjarta, fallega og mikið endurnýjaða 3ja herbergja íbúð á fjörðu hæð við Vallarás 4 í Reykjavík. Fallegt útsýni og hús í góðu viðhaldi. Þvottaaðstaða innan íbúðar.
Eignin er skráð skv. fasteignaskrá HMS 86,9 m².
Nánari lýsing
Anddyri: Frá sameign er gengið í mjög rúmgóða forstofu/hol með stórum stórum innbyggðum fataskáp. Einni er búið að stúka af nett rými sem getur nýst á marga máta.
Eldhús: Endurnýjuð innrétting á tveimur veggjum ásamt góðri eyju. Mikið og gott vinnupláss. Flísar á gólfi. Eldhúsið er opið bæði til stofu og í átt að anddyri/holi.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð, samliggjandi eldhúsi. Þaðan er útgengt á svalir
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart með góðum innbyggðum fataskáp. Parket á gólfi.
Barnaherbergi: Bjart og gott herbergi. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Algjörlega endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtuaðstöðu, upphengt salerni og handklæðaofn. Pláss fyrir þvottavél í innréttingu.
Svalir: Góðar svalir í suður út frá sofu.
Geymsla: Í sameign er sér geymsla fyrir íbúðina.
Í sameign er sameiginlegt þvottahús og góð hjóla/vagnageymsla.
Frábært staðsetning þar sem stutt er í helstu þjónstu og örstutt í skóla/leikskóla.
FyrirvararÍ lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
09/09/2024 | 58.650.000 kr. | 63.900.000 kr. | 86.9 m2 | 735.327 kr. | Já |
19/10/2021 | 38.500.000 kr. | 48.500.000 kr. | 86.9 m2 | 558.112 kr. | Já |
13/12/2016 | 23.250.000 kr. | 30.500.000 kr. | 86.9 m2 | 350.978 kr. | Já |
13/01/2014 | 18.900.000 kr. | 21.700.000 kr. | 86.9 m2 | 249.712 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
110 | 96.4 | 66,5 | ||
110 | 103.1 | 63,9 | ||
110 | 84.8 | 64,9 | ||
110 | 82.9 | 67,9 | ||
101 | 84.5 | 66,9 |