Glæsilegt einbýlishús á einni hæð í Fossvoginum í Reykjavík.* Stór pallur og fallegur garður
* Stór og bjartur garðskáli
* Möguleiki á fjórða svefnherberginu
* Stutt í fallegar göngu- og hjólaleiðir bæði í Fossvogsdal eða Elliðaárdal
* Birt stærð skv. HMS er 185,2m2 þar af bílskúr 35,7m2
Nánari upplýsingar veitir
Páll Pálsson lgf. í síma 775-4000 eða palli@palssonfasteignasala.is
Auður Ýr Jóhannsdóttir a.lgf. í síma 897-0900 eða á audur@palssonfasteignasala.is
*palssonfasteignasala.is**verdmat.is*Nánari lýsing:Forstofa með parket á gólfi, rúmgóður skápur.
Stofa og borðstofa með parket á gólfi og útágengt í garðskála og þaðan út í garð.
Eldhúsið er með flísum á gólfi, falleg eikar innrétting.
Baðherbergi með flísum á gólfi og vegg að hluta, innrétting, baðkar og sturtuklefi.
Þrjú herbergi með parket á gólfi og skápum í tveimur.
Gestasnyrting með flísum á gólfi og vegg að hluta.
Þvottahús með Epoxy gólfefni og flísum að hluta á veggjum, útgengi út á bílaplan.
Bílskúrinn er með hita, rafmagni og vatni, auka rými undir bílskúr sem er ekki með í heildar fm eignarinnar.
Góð staðsetning þar sem stutt er í skóla og leiksskóla ásamt náttúrunni á þessum friðsæla stað í Fossvoginum.
Góð ráð fyrir kaupendur&SeljendurGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.