RE/MAX og Bára Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali kynna: Björt og falleg þriggja herbergja íbúð í kjallara með snyrtilegum SÉRINNGANGI við Samtún 34, 105 Reykjavík.
Þessi eign er á frábærum stað í Reykjavík þar sem stutt er í verslanir, skóla, leikskóla, veitingahús, kaffihús og alla helstu þjónustu.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 59,1 m² og skráð byggingarár er 1942.
Íbúðin hefur verið uppgerð að miklu leiti.
ERT ÞÚ Í SÖLU HUGLEIÐINGUM? Hafðu samband HÉR fyrir FRÍTT og skuldbindingarlaust söluverðmat á þína eign.Nánari lýsing:- Snyrtilegur sérinngangur sem nýlega hefur verið yfirfarinn, snyrtur og málaður.
- Forstofan er með fatahengi, þurrkofni og teppi á gólfi.
- Eldhúsið er með parketi á gólfi og góðri innréttingu. Árið 2023 var borðplata, framhliðar, vaskur, blöndunartæki, ofn og helluborð endurnýjað.
- Hjónaherbergið er rúmgott og bjart. Parket á gólfi og góðum fataskápi.
- Minna herbergið er með parketi á gólfi, fataslá og skápaplássi.
- Stofan er parketlögðm björt með góðum glugga.
- Baðherbergið er með góðri vaskinnréttingu og lýsingu, sturta, þurrkofni og upphengdu salerni. Gólf er flísalagt og veggir klæddir með flísaplötum. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara.
- Sameiginlegur garður.
Smelltu HÉR til að fá sent SÖLUYFIRLITAllar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir:Bára Jónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
RE/MAX senter
Skeifan 17 / 108 Reykjavík
E-mail: bara@remax.is
Sími: 773-7404
Heimasíðan mínHeimasíða RE/MAX Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
· Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar) af heildarfasteignamati.
· Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
· Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.