Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - eignir@fsv.is - www.fsv.is -
Til sölu er Hafnarstræti 8 Ísafirði - Vel staðsett fjögurra herbergja íbúð í miðbæ Ísafjarðar. Forstofa, þrjú rúmgóð svefnherbergi, stór stofa, baðherbergi og eldhús. Í kjallara er þvottahús og geymsla.
Þak á húsinu endurnýjað 2024.Aðalinngangur við Hafnarstræti, komið inn í
forstofu, stigi upp á aðra hæð.
Komið inn í opið og rúmgott rými þar sem er
stofa og borðstofa, harðparket á gólfi.
Eldhús með ágætri innréttingu, flísar á gólfi, ofn og helluborð, tengi fyrir uppþvottavél.
Útgengt úr eldhúsi út í
stigagang bak við hús, útgangur þar bakatil.
Stórt
svefnherbergi með harðparketi á gólfi og ágætum fataskáp.
Annað rúmgott
herbergi með harðparketi á gólfi.
Þriðja
herbergið er minna og einnig með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi með sturtuklefa, flísar á gólfi, hiti í gólfi, hvít innrétting.
Stigi úr forstofu niður í
kjallara þar sem er sér
þvottahús og sérgeymsla, einnig er kyndiklefi í sameign.
Stigagangur við inngang á jarðhæð er skráður 11,2 m², stigagangur/geymsla 0003 í kjallara er einnig skráður 11,2 m².
Geymsla 0002 í kjallara er skráð 23,1 m². Íbúðin á 2.hæð er skráð 100,1 m² að stærð.
Þak á húsinu endurnýjað 2024.
Eldhús endurnýjað - innrétting og tæki 2016.