STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Fallega 120,0 fm 3ja herbergja íbúð með sérinnangi í litlu fjölbýli (fjórar íbúðir) ásamt bílskúr á vinsælum stað miðsvæðis í borginni. Eign sem hefur fengið gott viðhald á undanförnu, m.a. skipt um þakglugga og gler í hluta húsnæðis, láta setja upp svalir, byggja bílskúr þar sem nú er stúdíó, endurnýja skólplagnir að hluta, baðherbergi endurnýjað 2019, eldhús endurnýjað 2021, ný gólfefni 2022, hellulagt við bílskúr ásamt því að sett var upp girðing til þess að afmarka rými.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.isForstofa er með harðparketi á gólfi og upphengi og í innri forstofu er harðparket á gólfi ásamt upphengi. Gengið er upp stiga til þess að koma í aðalrými.
Hol í aðarými þegar komið er upp stigann er með harðparketi á gólfi.
Stofa er með harðparketi á gólfi og úr stofu er stigi upp í rými í risi.
Eldhús er með harðparketi á gólfi ásamt hita í gólfi og þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir sem voru nýlega settar upp. Viðarinnrétting og hvít borðplata.
Búr er í holi við eldhús.
Aðalsvefnherbergi er með harðparketi á gólfi og góðum skápum.
Barnaherbergi er í risi og að hluta undir súð en er rúmgott og er með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi , skúffur undir vask og speglaskápur fyrir ofan vask, upphengt wc, baðkar með sturtu og skápur.
Þvottahús er í kjallara og þar er steinn á gólfi
Geymsla í kjallara og er með dúk á gólfi.
Bílskúr var byggður 2020 og er nýttur sem stúdíó í dag en auðvelt væri að koma honum í íbúðarhæft stand