Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölu Furugrund, 162 Reykjavík:Um er að ræða fallegt og vel skipulagt 4 - 5 herbergja einbýlishús með stórum tvöföldum bílskúr.
Í suðurenda bílskúrsins er búið að innrétta fallega studioíbúð með sér suður sólpall sem mögulegt væri að leigja út. Á norðurenda bílskúrsins er búið að byggja við góða geymslu. Á lóðinni er einnig klæddur og einangraður geymslugámur og lítil viðbygging sem skiptist í 2 geymslur. Birt stærð eignar er 202,1 fm og þar sem íbúðarhluti 124,3 fm og bílskúr 77,8 fm. Geymslu viðbygging í bílskúr, gámur og viðbygging við hann eru ekki inn í heildarfermetrafjölda eignarinnar, ca. 53 fm alls.
Húsið stendur á einstaklega stórri og fallegri 3137 lóð sem er rétt innan við Grundarhverfi með frábæru sjávarútsýni, stutt er í fjöruna og fallegt útsýni yfir borgina. Fallegar gönguleiðir eru í nágrenninu m.a. út á nesið, á Esjuna og golfvöllurinn hjá Golfklúbb Brautarholts er í örskotsfjarlægð. Frábær staður fyrir þá sem kjósa að búa í "sveit" og njóta kyrrðarinnar og fyrir þá sem eru með dýr þá er þetta draumastaður.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXFróðleikur um Kjalarnes hverfi: Smellið hér.Eignin skiptist í anddyri, eldhús, stofu / borðstofu, svefnherbergisgang, 3-4 svefnherbergi, baðherbergi, bílskúr með geymslu og studioíbúð, geymslugámur og geymsla.
Nánari lýsing:Anddyri: Rúmgott með fataskáp, flísar á gólfi.
Stofa / borðstofa: í alrými, rúmgóð og búið er að stækka hana með því að opna inn í svefnherbergi, auðvelt er að breyta því til baka, útgengi út á suður sólpall með fallegu útsýni, parket á gólfi.
Eldhús: Í alrými, með góðri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, bakaraofn, helluborð og vifta, flísar milli skápa, borðkrókur, parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott, góðir fataskápar, skápum, útgengi ú á suður sólpall, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Gott svefnherbergi með fataskáp, parket á gólfi.
Svefnherbergi 3: Gott svefnherbergi með fataskáp, parket á gólfi.
Svefnherbergi 4: Er hlut af stofu í dag. Auðvelt er að breyta því til baka.
Baðherbergi: Rúmgott, góða innrétting, nýleg "walk-in" sturta, flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús / geymsla: Inn af forstofu, rúmgott, skápar og hillur, skolvaskur, lúga upp á loft, gólf er flotað og málað.
Svefnherbergisgangur: Lúga upp á geymsluloft, parket á gólfi,
Bílskúr / studioíbúð / geymsla: Er í heildina 77,8 fermetrar og búið er að byggja við hann 18 fm viðbyggingu sem notuð er sem geymsla með hitaveitu, heitu og köldu vatni, skolvask, auðvelt er að breyta geymslunni í litla studioíbúð.
Studioíbúð: Í bílskúrnum er búið að innrétta ca. 29 fm studioíbúð með parketlagðri stofu og eldhúsi í alrými, fataskápur, útgangur út á sér suður sólpall. Forstofa með fataskáp, flísar á gólfi. Baðherbergi með skápum, sturtuklefa, tengi fyrir þvottavél og flísar á gólfi. Í bílskúrnum er hitaveita, heitt og kalt vatn, 3ja fasa rafmagn, bílskúrshurðaopnari á annarri hurðinni, skolvaskur, málað gólf.
Geymslugámur / geymsla: Klæddur og einangraður geymslugámur ca. 30 fm og viðbygging ca. 5 fm sem skiptist í 2 geymslur, rafmagn, rafmagnsofn.
Húsið: Íbúðarhúsið er byggt 1996 og bílskúrinn 2000. Húsið er byggt úr timbri og klætt að utan með kúptri liggjandi furu. Aukin lofthæð er í stofu / borstofu, eldhúsi og svefnherbergju. Tveir ljósleiðarar, annar inn í húsið og hinn inn í studioíbúðina í bílskúrnum.
Lóðin: Gróinn og einstaklega falleg 3137 fm lóð með fallegu útsýni í allar áttir. Framan við húsið er möl í innkeyrslu, hellulögð stétt er framan við húsið og bílskúrinn, með fram vestur, suður og austurhlið er sólpallur með nýju dekki, sér sólpallur er fyrir studioíbúð í bílskúr, á milli bílskúr og geymslugáms er ca. 24 fm sólpallur. Umhverfis húsið er gróinn afgirtur garður með grasi og trjágróðri.
Staðsetning: Smellið hér.Að sögn eiganda er búið að endurnýja eftirfarandi sl. ár:
* Skipt var um klæðningu á íbúðarhúsi.
* Þak málað 2022 á íbúðarhúsi og bílskúr.
* Nýlega var skipt um þakkant á aðalhúsi og sett innfelld lýsing.
* Nýbúið er að skipta um dekk á sólpall.
* Nýbúið er að bera á klæðningu á bílskúr að hluta.
* Ný "walk in" sturta í baðherbergi.
Hér er um að ræða einstaka eign á fallegum stað með stórri lóð og einstaklega fallegu útsýni. Einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja upplifa sveit í borg. Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið holmar@helgafellfasteignasala.is.