Sunnudagur 22. desember
Fasteignaleitin
Skráð 18. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Lóugata 26

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Mosfellsbær-270
268.7 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
179.000.000 kr.
Fermetraverð
666.170 kr./m2
Fasteignamat
100.900.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Svanþór Einarsson
Svanþór Einarsson
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2525385
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýjar
Raflagnir
Nýjar
Frárennslislagnir
Nýjar
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Á ekki við
Upphitun
Gólfhitakerfi
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
4 - Fokheld bygging
Kvöð / kvaðir
Lóðarleigusamningur, sjá skjal nr. 441-B-003307/2023
Yfirlýsing, sjá skjal nr. 441-A-002967/2023
Lóðamarkabreyting, sjá skjal nr. 441-H-002128/2023
 
** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 ** 
  
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Nýtt - Glæsilegt 268,7 m2, einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr innst í botnlanga við Lóugötu 26 í Mosfellsbæ. Eignin er skráð 268,7 m2, þar af einbýli 216,8 m2 og bílskúr 51,9 m2. Eignin skiptist í anddyri með fataherbergi og gestasalerni, stofu, borðstofu, eldhús, sjónvarpshol, svefnherbergisgang, baðherbergi, 4 svefnherbergi (hjónaherbergi er með sér fataherbergi og sér baðherbergi), þvottahús og bílskur. Innangengt er í bílskúr í gegnum þvottahús. Frábær staðsetning. Stutt í Helgafellsskóla sem er bæði grunn- og leikskóli. Stutt er í náttúruna og fallegar gönguleiðir. Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning


Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.

Húsið er selt í núverandi ástandi, fullbúið að utan og að innan er húsið svotil tilbúið til innréttinga samkvæmt skilalýsingu seljanda. Sjá nánar hér fyrir neðan:

Frágangur utanhúss
Burðvirki: Allt burðarvirki hússins, þ.e.a.s. sökklar, botnplata, berandi veggir og þak eru úr járnbentri steinsteypu. Einangrað er undir botnplötu og utan á sökkla með 100mm plasteinangrun.
Útveggir eru einangraðir að utan með 100mm steinullareinangrun og klæddir með loftræstri útveggjaklæðningu. Húsið er almennt klætt með standandi álpanelklæðningu á álundirkerfi. Undir skyggni við inngangshurð er timburklæðning.
Þak er viðsnúið. Þakplata er steypt með amk 2,5% vatnshalla. Ofan á henni er tvöfaldur ásoðinn þakpappi og 2x100mm XPS plasteinangrun. Efst liggur möl sem heldur einangrun niðri. Þak Þök og þakbrúnir verða fullfrágengnar ásamt niðurföllum.
Gluggar í húsinu eru álklæddir timburgluggar gluggar. Gluggar eru í dökkgráum lit, RAL 7016, anthrazitgrau. Ál-trégluggar er settir í eftir á. Inngangshurðar eru úr timbri. Allt gler er tvöfalt einangrunarkler, K-gler.
Lóð er frágengin. Á lóð er hellulagt bílastæði og gönguleið að húsi, með snjóbræðslu. Hellulagðar verandir eru við útganga úr stofu og borðstofu. Lóð er að öðru leiti þökulögð, en þó ófrágengin á lóðarmörkum við Lóugötu 24. Sorp og sorpgeymslur Sportunnuskýli fyrir 3 sorptunnur eru við bílaplan.

Frágangur innanhúss:
Gólf eru steypt, flotuð og rykbundin en bílskúrsgólf er grófjafnað. Kaupendum er bent á að leita til fagmanna um útfærslu og fyrirkomulag við frágang gólfefna íbúðar.
Veggir eru spartlaðir og grunnaðir í hvítum lit. Innveggir eru gipsklæddir með tvöföldu gipsi, sparstlaðir og grunnaðir í hvítum lit. Veggir á aðalbaðherbergi og hjónabaðherbergi eru ófrágengnir að hluta, þar sem gert er ráð fyrir membrun og flísalögn.
Loft eru grunnuð og máluð að hluta, en ómeðhöndluð að hluta, þar sem gert er ráð fyrir að settur verður loftdúkur í loft eða að loft verði tekin niður.
Rafkerfi: Inntak og rafmagnstafla uppsett í bílskúr. Raflagnir eru ídregnar en án endabúnaðar. Vinnuljós er tengd. Gert er ráð fyrir Free@home hússtjórnarkerfi í húsinu. Gert er ráð fyrir innbyggðum ljósum í loftum skv. teikningu, lagnaleiðir eru fyrir innfelld ljós, en án raflagna. Gert er ráð fyrir lögn vegna hleðslustöðvar fyrir rafbíl. Útiljós eru uppsett og ljósastaurar við innkeyrslu.
Lagnir: Inntak hita og neysluvatns er frágengið, en án hitastýringar. Gólfhitakerfi er í húsinu og er það tengt en án hitasýringingar. Neysluvatn lagt í gólf og veggi skv. teikningum. Lagnaleið fyrir heitan pott er út á verönd. Húsið er hitað upp með hefðbundnu gólfhitakerfi. Hámarkshiti á heitu vatni eru 60°C. Stofninntak neysluvatnslagna er tengt og frágengið. Neysluvatnskerfi er með forhitara. 
Loftræstikerfi: Gert er ráð fyrir að loftskiptikerfi verð sett í húsið. Loftræstilagnir eru steyptar í þakplötu og lofttúður komnar á þak en annar búnaður fylgir ekki.
Eldhús: Lagnaleiðir fyrir eldavél, ofn, viftu, ísskáp og uppþvottavél eru lagðar í samræmi við innréttingateikningu.
Aðalbaðherbergi: Baðherbergisgólf er flotað og tilbúið undir membrun, en ófrágengið við sturtugólf og niðurfall. Loft eru sandspörstluð og grunnuð. Tveir baðherbergisveggir eru sandsparstlaðir og grunnaðir, en tveir veggir eru tilbúnir undir membrun og flísalögn. Baðherbergi inn af hjónaherbergi: Gólf er flotað og tilbúið undir membrun, en ófrágengið við sturtugólf og niðurfall. Loft eru sandspörstluð og grunnuð. Tveir baðherbergisveggir eru sandsparstlaðir og grunnaðir, en tveir veggir eru tilbúnir undir membrun og flísalögn. Gestaðbaðherbergi: Gólf er flotað og tilbúið undir membrun. Loft eru sandspörstluð og grunnuð. Veggir eru sandsparstlaðir og grunnaðir.
Þvottahús: Gólf er flotað og tilbúið undir membrun, en eftir er að setja niðurfall og ganga frá í kringum það. Loft og veggir eru sandsparstlaðir og grunnaðir. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara, skv. byggingarnefndarteikningu. Gert er ráð fyrir þurrkara með rakaþétti.
Bílskúr: Bílskúrsgólf er grófjafnað. Bílskúrshurð er uppsett, með rafdrifinni hurðaopnun. Útgangshurð er frágengin.


Annað:
Húsið er byggt af Byggingafélaginu Bakka ehf sem er fjölskyldufyrirtæki með yfir 40 ára reynslu af byggingu íbúðarhúsa. Húsið er afhent og skráð á byggingarstig 2 og matsstigi 4, fokhelt bygging. Meistaraskipti: Kaupandi skal sjá um að fá nýja meistara að verkinu frá og með afhendingardegi. Seljandi ber ekki ábyrgð á eðlilegri og venjulegri sprungumyndun í múr, steypu og timbri. Gera má ráð fyrir því að kaupandi þurfi að endurmála þegar byggingarefni hefur náð stöðugu ástandi. Kaupandi og seljandi fara yfir eignina í sameiningu við skil og sannreyna ástand hennar. Ef gallar eða vanefndir koma í ljós skal seljandi lagfæra við fyrsta tækifæri. Allar breytingar að ósk kaupenda þurfa að fara í gegnum skrifstofu seljanda og geta haft áhrif á afhendingartíma til seinkunar. Breytingar geta leitt til kostnaðarauka. Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á (0,3% af brunabótamati).


Hönnuðir og byggingaraðilar
Byggingaraðili: Byggingafélagið Bakki ehf, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ.
Arkitekt: Garðar Snæbjörnsson, GS-teiknistofa ehf.
Verkfræðihönnun: Burðarþol og lagnahönnun: Ferill ehf, Mörkin 1, 108 Reykjavík.
Raflagnahönnun: Lúmex ehf, Skipholt 37, 105 Reykjavík. 9.

Verð kr. 179.000.000,-
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
51.9 m2
Fasteignanúmer
2525385
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Matsstig
4 - Fokheld bygging
GötuheitiPóstnr.m2Verð
270
239.5
179,9
270
239.5
179,9

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Laxatunga 139
Bílskúr
Skoða eignina Laxatunga 139
Laxatunga 139
270 Mosfellsbær
239.5 m2
Einbýlishús
524
751 þ.kr./m2
179.900.000 kr.
Skoða eignina Laxatunga 139
Bílskúr
Skoða eignina Laxatunga 139
Laxatunga 139
270 Mosfellsbær
239.5 m2
Einbýlishús
524
751 þ.kr./m2
179.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin