Einbýli með bílskúr við Tjarnartún 10 á Svalbarðseyri - samtals 264,0 m² að stærð.
Eignin er 5-6 herbergja einbýli á tveimur pöllum með innbyggðum bílskúr, úr krosslímdum timbureiningum frá BYKO á steyptum grunni, skráð samtals 264 m² að stærð. Lóðin er leigulóð í eigu Svalbarðsstrandarhrepps, skráð 893,0 m² að stærð. Húsið er í dag skráð á byggingarstig B3 og matsstig 5, tilbúið til innréttinga. Að utan er húsið að mestu frágengið, klætt með bárustáli og viðarklæðningu en lóðarfrágangur er alveg eftir, þó er búið að hafa jarðvegsskipti.
Eignin er á pöllum og skiptist þannig að á neðri palli er forstofa, eldhús og stofa í einu alrými, salerni innaf forstofu, þvottahús og bílskúr. Á efri palli eru fjögur svefnherbergi, gangur, baðherbergi og sjónvarpshol/herbergi. Útgangur er bæði til norðurs og suðurs af gangi á efri palli og auk þess er útgangur í garð til austurs út úr hjónaherbergi. Þrjár stigauppgöngur tengja saman pallana, ein úr forstofu og tvær úr alrými. Gólfhiti er í öllu húsinu en þó á eftir að setja upp stýringar.
Alrýmið samanstendur af stofu og eldhúsi oger mjög rúmgott og með mikilli lofthæð - útgangur er úr stofu til vesturs út á lóð. Í eldhúsi er ókláruð innrétting frá IKEA og á hana vantar borðplötu. Sjónvarpsstofa er á efri palli og þar er aukin lofthæð. Svefnherbergin eru fjögur talsins í þeim öllum eru gólfsíðir gluggar og í einu þeirra útgangur til austurs út á lóð. Baðherbergið er með flísum á gólfi og á veggjum eru fibo-trespo plötur að hluta. Rúmgóð walk-in sturta og opnanlegur gluggi (sem þó er mjög hátt uppi). Gert er ráð fyrir öðru baðherbergi innaf hjónaherbergi og salerni við forstofu, en ekki er búið að setja þau upp. Bílskúrinn er rúmgóður eða um 43 m² að stærð og inní hann er farið um þvottahús sem er á milli forstofu og bílskúrs. Aukin lofthæð er í bílskúr og auðvelt að útbúa aukið geymslupláss/geymsluloft.
Gólfefni: Búið er að flota en eignin er án gólfefna fyrir utan baðherbergi sem hefur verið flísalagt.
Allir veggir í íbúðarrými eru án klæðningar eða málningar, aðeins berar timbureiningar sem setur ákveðinn svip á eignina. Í þvottahúsi og bílskúr er búið að klæða með gipsi að stærstum hluta en þar á eftir að mála og sparsla. Raflagnir eru ekki fullkláraðar og bráðabirgða lýsing er í loftum að stærstum hluta.
Annað - Búið er að leggja tvö lög af pappa á þakið sem og einangrun en síðasta pappalagið vantar. - Mikil lofthæð er í húsinu og allir gluggar ýmist gólfsíðir eða uppí mæni. - Ljósleiðari er kominn inn og tengdur. - Varmaskiptir er á vatninu. - Vel staðsett lóð, austast í hverfinu með óskert útsýni út á sjó. - Eignin getur verið laus til afhendingar við kaupsamning.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár og til seljanda sjálfs. Eignin er í opinberum skiptum og skiptastjóri hefur ekki upplýsingar um ástand hússins umfram það sem hægt er að sjá við sjónskoðun. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Húsið er ekki fullklárað og áhugasömum er ráðlagt að leita sér aðstoðar fagmanna við skoðun hússins.
Húsið er ekki fullbúið og ýmsir lausir endar og ókláruð verk. Mælt er með aðstoð fagmanna við skoðun hússins.
Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Einbýli með bílskúr við Tjarnartún 10 á Svalbarðseyri - samtals 264,0 m² að stærð.
Eignin er 5-6 herbergja einbýli á tveimur pöllum með innbyggðum bílskúr, úr krosslímdum timbureiningum frá BYKO á steyptum grunni, skráð samtals 264 m² að stærð. Lóðin er leigulóð í eigu Svalbarðsstrandarhrepps, skráð 893,0 m² að stærð. Húsið er í dag skráð á byggingarstig B3 og matsstig 5, tilbúið til innréttinga. Að utan er húsið að mestu frágengið, klætt með bárustáli og viðarklæðningu en lóðarfrágangur er alveg eftir, þó er búið að hafa jarðvegsskipti.
Eignin er á pöllum og skiptist þannig að á neðri palli er forstofa, eldhús og stofa í einu alrými, salerni innaf forstofu, þvottahús og bílskúr. Á efri palli eru fjögur svefnherbergi, gangur, baðherbergi og sjónvarpshol/herbergi. Útgangur er bæði til norðurs og suðurs af gangi á efri palli og auk þess er útgangur í garð til austurs út úr hjónaherbergi. Þrjár stigauppgöngur tengja saman pallana, ein úr forstofu og tvær úr alrými. Gólfhiti er í öllu húsinu en þó á eftir að setja upp stýringar.
Alrýmið samanstendur af stofu og eldhúsi oger mjög rúmgott og með mikilli lofthæð - útgangur er úr stofu til vesturs út á lóð. Í eldhúsi er ókláruð innrétting frá IKEA og á hana vantar borðplötu. Sjónvarpsstofa er á efri palli og þar er aukin lofthæð. Svefnherbergin eru fjögur talsins í þeim öllum eru gólfsíðir gluggar og í einu þeirra útgangur til austurs út á lóð. Baðherbergið er með flísum á gólfi og á veggjum eru fibo-trespo plötur að hluta. Rúmgóð walk-in sturta og opnanlegur gluggi (sem þó er mjög hátt uppi). Gert er ráð fyrir öðru baðherbergi innaf hjónaherbergi og salerni við forstofu, en ekki er búið að setja þau upp. Bílskúrinn er rúmgóður eða um 43 m² að stærð og inní hann er farið um þvottahús sem er á milli forstofu og bílskúrs. Aukin lofthæð er í bílskúr og auðvelt að útbúa aukið geymslupláss/geymsluloft.
Gólfefni: Búið er að flota en eignin er án gólfefna fyrir utan baðherbergi sem hefur verið flísalagt.
Allir veggir í íbúðarrými eru án klæðningar eða málningar, aðeins berar timbureiningar sem setur ákveðinn svip á eignina. Í þvottahúsi og bílskúr er búið að klæða með gipsi að stærstum hluta en þar á eftir að mála og sparsla. Raflagnir eru ekki fullkláraðar og bráðabirgða lýsing er í loftum að stærstum hluta.
Annað - Búið er að leggja tvö lög af pappa á þakið sem og einangrun en síðasta pappalagið vantar. - Mikil lofthæð er í húsinu og allir gluggar ýmist gólfsíðir eða uppí mæni. - Ljósleiðari er kominn inn og tengdur. - Varmaskiptir er á vatninu. - Vel staðsett lóð, austast í hverfinu með óskert útsýni út á sjó. - Eignin getur verið laus til afhendingar við kaupsamning.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár og til seljanda sjálfs. Eignin er í opinberum skiptum og skiptastjóri hefur ekki upplýsingar um ástand hússins umfram það sem hægt er að sjá við sjónskoðun. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Húsið er ekki fullklárað og áhugasömum er ráðlagt að leita sér aðstoðar fagmanna við skoðun hússins.
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.