FASTEIGNASALAN TORG KYNNIR Í SÖLU: Glæsilegt einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr, við Stekkjarflöt 2, Garðabæ. Eignin er byggð 2011 og er skráð 294,8 fm að stærð, þar af íbúðarrými 249,7 fm og bílskúr 45,1 fm.
Eignin skiptist í anddyri, hol, stofu, eldhús og borðstofu, þrjú til fjögur svefnherbergi, þar af glæsileg hjónasvíta með baðherbergi, tvö baðherbergi (þar af eitt inn af hjónasvítu) og gestasalerni, þvottahús og geymslu. Aukin lofthæð er í öllum rýmum. Útgengt er út í lokaðan garð frá eldhúsi/stofu. Garðurinn er einstaklega stílhreinn, með steyptum palli, timburpalli við og bakvið bílskúr og grasfleti. Gengið er inn í bílskúr frá garði, þar sem útbúin hefur verið flott líkamsræktaraðstaða með öllum helstu tækjum.
Eignin er öll hin glæsilegasta með aukinni lofthæð, hita í öllum gólfum, fallegum innréttingum, og stein á borðum í eldhúsi. Lóðin er 673,0 fm fullfrágengin, með snjóbræðslu í plani.
Allar nánari upplýsingar veitir Matthildur Sunna Þorláksdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 690-4966 eða matthildur@fstorg.is
Nánari lýsing:
Komið er inn í anddyri, gestasnyrting er inn af anddyri. Úr anddyri er gengið inn í einstaklega rúmgott hol sem tengir rými eignar.
Stofa, borðstofa og eldhús eru í 95 fm opnu, björtu rými með einstaklega góðri lofthæð. Eldhús með hvítri innréttingu og með, svartri stórri eyju með steinplötu. Ofnar eru í vinnuhæð og ísskápur og uppþvottavél eru innbyggð.
Stórir gluggar með rennihurð eru á allri hlið þar sem stofa og eldhús eru og er það því einstaklega bjart rými. Gengið er út í garð þar, með steyptum palli og grasfleti.
Þrjú svefnherbergi eru í húsi, en möguleiki er á fjórða.
Hjónasvítan er rúmgóð og með miklu skápaplássi og baðherbergi inn af.
Barnaherbergin eru 12,9 fm og 21,4. Stærra herbergið átti upprunalega að vera tvö og því möguleiki á að skipta því upp og fá fjórða herbergið.
Þvottahús er vel skipulagt. Það er með plássi fyrir þvottavél og þurrkara og góðu skápa- og vinnuplássi og vaski.
Aðal baðherbergi er með walk-in sturtu og upphengdu klósetti. Innnrétting er dökk og með hvítri plötu með innbyggðum vaski.
Bílskúr 45,1 fm er í dag nýttur sem ræktaraðstaða, öll helstu tæki eru til staðar og geta þau fylgt með í kaupunum. Rúmgott plan er fyrir framan skúr.
Lóð er snyrtileg, plan er heilsteypt í kringum hús og snjóbræðsla er til staðar.
Parket er á öllum rýmum húss nema í votrýmum þar sem eru flísar.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
TORG fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.
eignarhús.