Fasteignasalan Hvammur 466-1600Reynihlíð 14b - Nýleg og snyrtileg 3ja herbergja raðhúsíbúð á einni hæð í Hörgársveit - Birt stærð 76,3 m², þar af er útigeymsla 5,9 m².Eignin skiptist í forstofu, gang, baðherbergi með þvottaaðstöðu, eldhús og stofu í opnu rými, tvö svefnherbergi, geymslu og útigeymslu. Í forstofu er flotað gólf.
Baðherbergið er með ljósgráum flísum á hluta gólfs og veggja. Þar er hvít sprautulökkuð innrétting með stæði fyrir þvottavél og þurrkara. Handklæðaofn, walk-in sturta og upphengt salerni.
Alrými samanstendur af eldhúsi og stofu. Þar er flotað gólf.
Eldhúsið er með hvítri innréttingu, dökkri borðplötu og gráum þiljum á milli skápa. Ísskápur og uppþvottavél eru innfelld í innréttingu og þar er einnig ofn og Siemens helluborð.
Úr
stofu er útgengt á steypta vestur verönd með einkar góðu útsýni.
Svefnherbergin eru tvö. Stærð þeirra er skv. teikningum 13,6 m² og 9,2 m². Þau eru bæði með flotuðum gólfum og hvítum, sprautulökkuðum fataskápum.
Geymsla innan íbúðar er skráð 3,3
m² skv. teikningum. Hún er með niðurteknu lofti og fellistiga upp á lítið geymsluloft.
Útigeymsla er með flísum á gólfi og þar má finna inntökin fyrir eignina.
Annað: - Gólf innan íbúðar eru flotuð, fyrir utan hluta baðherbergis.
- Aukin lofthæð í öllum rýmum nema geymslu og baðherbergi.
- Innfelld ljós í lofti alrýmis og baðherbergis.
- Gólfhitakerfi með hitanemum.
- Varmaskiptir er á neysluvatni.
- Loftræstikerfi frá Lindab. Ferskloftventlar í svefnherbergjum og vélrænt útsog úr eldhúsi, baðherbergi og geymslu.
- Fyrir framan er steypt stétt og bílaplan með hitalögnum í, lokað kerfi.
- Íbúðin er í útjaðri hverfisins og því er opið svæði vestan við húsið.
- Stutt í verslunarmiðstöðina Norðurtorg og leikskólann Álfastein.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.