Vorum að fá í sölu fallegt 275 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt auka íbúð og stórum bílskúr á þessum frábæra stað þar sem er stutt í alla helstu þjónustu, verslanir og í miðborg Reykjavíkur. Þarna er eign sem bíður upp á mikla möguleika til þess að gera að frábæri fjölskyldueign eða skipta eigninni upp í allt að fjórar íbúðir.
Húsið er byggt 1942 og er staðsteypt. Bílskúrinn er byggður 1944.
Eignin þarfnast endurnýjunar og lagfæringa við, að utan sem innan og eru kaupendur hvattir til að framkvæma ástandsskoðun á eigninni eða skoða eignina vel. Fasteignamat fyrir 2026: 157.050.000Nánari upplýsingar má fá hjá fasteignasala. Halldór Freyr Sveinbjörnsson - 6932916 - halldor@fastgardur.isNánari lýsing:Efri hæð: 114,8 fm
Efri hæðin skiptist í anddyri, hol, tvö svefnherbergi, eldhús, gestasnyrtingu, tvennar stofur, gang og stiga niður á jarðhæð. Anddyri sem er rúmgott með flísum á gólfi.
Komið er inn í
stóran gang sem tengir allar vistaverur efri hæðar saman. þar er einnig
fallegur arinn og
steyptur stigi sem liggur niður á neðri hæð.
Eldhús með fallegri hvítri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, háf og góðum borðkrók.
Tvær stórar samliggjandi stofur með góðum gluggum.
Stórt herbergi sem er nýtt sem hjóneherbergi í dag.
Svefnherbergi sem liggur frá holi fyrir framan anddyri.
Gestasnyrting er flísalögð með ljósum flísum handlaug og salerni.
Neðri hæð: 74,7 fmNeðri hæðin skiptist í góðan gang, Þrjú svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi og tvær geymslur. Gangur: Rúmgóður gangur sem tengir allar vistaverur neðrihæðar saman, lakkað gólf.
Þrjú svefnherbergi með parket á gólfum
Þvottahús er rúmgott og er með flísum á gólfi.
Baðherbergi sem var nýlega endurnýjað að hluta, flotað gólf, sturtuklefi og handlaug.
Tvær geymslur. Ein undir stiga og hin er við endan á ganginum.
Aukaíbúð: Skráð 40,1 fm (Ekki eru myndir af aukaíbúð)
Aukaíbúðin skiptist í anddyri, eldhús, stofu, svefnherbergi og baðherbergi. Anddyri sem er undir stigapalli efri hæðar þar sem hitagrindinn er staðsett einnig.
Stofa og eldhús eru í sama opna rýminu.
Svefnherbergi með góðum glugga.
Flísalagt baðherbergi með sturtuklefa.
Bílskúr:
Skráð stærð er 45,5 fm Bílskúrinn stendur við hlið hússins og er sambyggður við annan bílskúr. Í dag er honum skipt í tvennt, opið rými ásamt því er afstúkuð vinnustofa. Skúrinn er klæddur að mestu að utan með klæðningu. Nýlega var settur nýr rafmagns stofn inn í hann. Búið er að aftengja vatnslagnir inn í skúrinn. Bílskúrshurð er ónýt.
Lóð: 507 fmBílaplan er steypt og er svo hellulagt frá bílaplani að inngangi í bílskúr. Garðurinn er tyrfður og með fallegum trjám.