***FET, 851 Hella***
Eignaland og Jens Magnús lgf. kynna í sölu FET, 851 Hella. Um er að ræða eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins þar sem húsakostur og aðstaða til þjálfunar er frábær. Fet er til sölu í heild sinni með öllum þeim byggingu og bústofni sem til er. Þetta er tækifæri fyrir fjársterka aðila til að eignast hrossaræktarbú í fullum rekstri.
Gripalisti (hrossalisti) er aðgengilegur hjá fasteignasala. Hryssuhópurinn státar af stærstum hluta 1. verðlauna merum og eru margar þeirra með bestu ræktunarhryssum landsins og hafa sumar þeirra unnið Landsmót. Tryppin á búinu eru undan þessum hryssum og háttdæmdum 1. verðlauna stóðhestum. Hrossaræktin á Feti hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár, þar sem hross frá búinu hafa staðið sig vel á öllum sviðum hestamennskunnar.
Nánari upplýsingar hjá Jens Magnúsi í síma 893-1984 eða magnus@eignaland.is
Nánari lýsing:
Jörðin Fet er gríðarlega vel staðsett þar sem hún liggur að þjóðvegi 1. Á Feti hefur verið stunduð hrossarækt frá stofnun lögbýlisins og er þetta eitt virtasta og eftirsóttasta hrossaræktarbú landsins.
Á Feti er mikið af byggingum, þar eru tvö full innréttuð hesthús með flottum innréttingum og góðu plássi til daglegrar vinnu starfsfólks.
Stærra og nýrra húsið er byggt árið 2003. Það er í heildina 1421,3 fm og þar af er fullfrágengin og snyrtileg reiðhöll sem er 833,3 fm. Hesthúsið sjálft er 527,9 fm og tekur 54 hross í stíur. Rúmgóð kaffi/eldhús aðstaða fyrir starfsfólk þar sem er einnig góð eldunaraðstaða. Sambyggt við það hús eru samþykktar íbúðir fyrir starfsfólk. Á neðri hæðinni er ein 48,5 fm íbúð og á efri hæðinni eru 4 svefnherbergi sem hvert um sig hefur sér baðherbergi en síðan er sameiginlegt rými með eldhúsaðstöðu og setustofu.
Eldra hesthúsið er byggt árið 1993 og er í heildina 405,7 fm. Það er í fullum rekstri og mikið endurnýjað. Sambyggt því er inni aðstaða sem er daglega nýtt til tamningar á hrossum. Þar er góð kaffistofa, með eldunaraðstöðu, fyrir starfsfólk.
Rétt við eldra hesthúsið er braggi sem er notaður til að vinna með hross sem eru á útigangi. Í honum er lýsing og góðar innréttingar fyrir 12 hross. Bragginn hefur verið notaður til að hýsa hross í tamningu. Byggingin er í ágætu ásigkomulagi, byggð árið 1946 og er 190fm. Verið er að hefja framkvæmdir við að einangra hana, steypa gólf og yfirfara að utan.
Á jörðinni er 48,5 fm sumarhús sem var byggt árið 1997. Búið er að taka það allt í gegn að innan.
Heildar landstærð er 331 hektari.
Eignirnar eru skráðar með þessum nöfnum og fasteignanúmerum –
Fet - F219-7054 170 hektarar
Syðri-Rauðalækur land - 2 F234-2835 161 hektari
Á jörðinni er einnig búið að leggja marga kílómetra í reiðvegum og nýbúið að gera reiðvöll sem notaður er til daglegrar þjálfunar á hrossum.
Á jörðinni eru ræktuð tún c.a 35 hektarar og eru þau öll frekar nýlega ræktuð upp, þannig að heygæði eru mikil.
Jörðin er öll girt og gott viðhald er á girðingum.
Heilt á litið er þessi jörð í góðu ásigkomulagi og frábærlega staðsett með tilliti til hrossaræktar af þeirri stærðargráðu sem þar er stunduð.
Frábært tækifæri til að láta drauminn rætast og kaupa eitt flottasta hrossaræktarbú heims, með íslenska hesta.
Allar nánari upplýsingar og bókanir í skoðun eru hjá fasteignasala:
Jens Magnús Jakobsson, sími 893-1984 eða magnus@eignaland.is
Description in English:
Eignaland and Jens Magnús lgf. present for sale FET, 851 Hella. This is one of the most prestigious horse breeding farms in the country, with excellent facilities and training conditions. Fet is for sale in its entirety, including all buildings and livestock. This is an opportunity for financially strong individuals to acquire a fully operational horse breeding farm.
The list of horses is available from the real estate agent. The mare group mostly consists of first prize mares, many of which are among the best breeding mares in the country and some have won the Landsmót. The foals on the farm are from these mares and highly rated first prize stallions. The horse breeding at Fet has been very successful in recent years, with horses from the farm performing well in all areas of horsemanship.
For more information, contact Jens Magnús at +354 893 1984 or magnus@eignaland.is
Detailed description:
The farm Fet is extremely well located, adjacent to Highway 1. Horse breeding has been practiced at Fet since the establishment of the farm, and it is one of the most prestigious and sought-after horse breeding farms in the country.
Fet has many buildings, including two fully furnished stables with excellent facilities and ample space for daily work of the staff.
The larger and newer building, built in 2003, is a total of 1421.3 sqm, including a fully finished and neat riding hall of 833.3 sqm. The stable itself is 527.9 sqm and accommodates 54 horses in stalls. Spacious coffee/kitchen facilities for staff with good cooking facilities. Attached to this building are approved apartments for staff. One apartment is on the lower floor, measuring 48.5 sqm, and the upper floor has 4 bedrooms, each with its own bathroom, and a common area with kitchen facilities and a living room.
The older stable, built in 1993, is a total of 405.7 sqm. It is in full operation and has been extensively renovated. Attached to it is an indoor area used daily for horse training. There is a good coffee room with cooking facilities for staff.
Right next to the older stable is a shed used to work with horses that are outdoors. It has lighting and good furnishings for 12 horses. The shed has been used to house horses in training. The building is in good condition, built in 1946, and is 190 sqm. Renovations are underway to insulate it, pour floors, and overhaul the exterior.
On the farm, there is a summer house built in 1997, measuring 48.5 sqm. It has been completely renovated inside.
The total land area is 331 hectares.
The properties are registered with these names and real estate numbers:
Fet - F219-7054 170 hectares
Syðri-Rauðalækur land - 2 F234-2835 161 hectares
On the farm, many kilometers of riding trails have been laid, and a riding arena has recently been built for daily horse training.
On the farm, there are cultivated fields of approximately 35 hectares, all relatively newly cultivated, ensuring high-quality hay.
The farm is fully fenced, and the fences are well maintained.
Overall, this farm is in good condition and excellently located for horse breeding of the scale practiced there.
A great opportunity to fulfill the dream of buying one of the finest horse breeding farms in the world, with Icelandic horses.
For more information and viewing appointments, contact the real estate agent:
Jens Magnús Jakobsson, +354 893 1984 or magnus@eignaland.is