Föstudagur 1. ágúst
Fasteignaleitin
Skráð 21. feb. 2025
Deila eign
Deila

Freyjustígur 11

SumarhúsSuðurland/Selfoss-805
150 m2
4 Herb.
2 Baðherb.
Verð
29.900.000 kr.
Fermetraverð
199.333 kr./m2
Fasteignamat
3.600.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Þvottahús
Garður
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2519762
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýtt
Raflagnir
Nýtt
Frárennslislagnir
Nýtt
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
1 - Samþykkt
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:

Stóra eignarlóð með miklu útsýni, tilbúnum púða og teikningum ásamt byggingarleyfi fyrir 150 fm húsi í landi Ásgarðs í Grímsnesi.

Um er að ræða 17.071 fm eignarlóð með miklu og fallegu útsýni móti vestri og suðri við Sogið neðst í Búrfelli.

Búið er að teikna upp og fá byggingarleyfi fyrir 150 fm heilsárshúsi og fylgja allar teikningar og undirteikningar með ásamt byggingarleyfi.

Möguleiki etv. að fá seljendalán eða uppítöku á einhverju fyrir hluta kaupverðs, nánari upplýsingar hjá fasteignasala.

Teikningarnar eru af glæsilegu 150 fm húsi, fjögurra herbergja (þrjú svefnherbergi), tvö baðherbergi.

Þak hússins er í heild 215 fm og nýtist vel sem skyggni yfir útisvæði að aftan og við inngang hússins. Af þakstærð eru 65 fm sem eru undir skyggni.

Jarðvegsskiptum er lokið og búið er að útbúa púða á byggingareit ásamt vegi að byggingareit.

Hitaveita, kalt vatn og rafmagn er á lóðarmörkum og mun kaupandi þurfa að greiða stofngjöld samhliða áframhaldandi framkvæmdum.

Kostnaður við tengigjald á köldu vatni er skv. gjaldskrá sveitarfélags, miðað við 20 mm rör/tengingu, 480.000 kr í grunngjald og svo greitt 2.200 kr pr. m umfram 30 metra frá næsta tengipunkti og inn að húsi.

Kostnaður við tengigjald á heitu vatni er skv. gjaldskrá sveitarfélags 892.812 kr og greiðast svo aukalega 6.685 kr pr. m frá stofnæð og inn að húsi.

Ofangreindar upplýsingar koma af heimasíðu gogg.is og svo er hægt að kynna sér varðandi rafmagn hjá rarik.is.
 
Félag lóðareigenda við Freyjustíg samþykkti að fara í vegaframkvæmdir á veginum við Freyjustíg og er sú vinna vel á veg komin.

Árgjald félags lóðareigenda við Freyjustíg fyrir árið 2024 er 20.000 kr.
 
Allir gluggar í húsið fylgja með í kaupunum. Gluggarnir eru stórglæsilegir INVI gluggar frá Strúktur með þreföldur gleri, sólar og öryggisgleri í gólfsíðum gluggum í stofu. RAL litur á gluggunum er 7021 bæði að innan og utan.

Hægt er að skoða skipulag hússins, glugga og fleira með því að heimsækja Ferjubakka nr. 9, stutt frá, en þar er búið að reisa sama hús og er það komið í fokheldi.

Pantið skoðun og fáið nánari upplýsingar hjá:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.




 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
DN ehf
https://domusnova.is
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin