Glæsilega innréttuð 136,4 fm 3ja-4ra herbergja eign í vönduðu lyftufjölbýli í Skuggahverfinu ásamt sérstæði í lokaðri bílageymslu. Eignin er á efstu hæð í þriggja hæða lyftuhúsi. Aðeins fjórar íbúðir eru í stigaganginum. Íbúðin er vel skipulögð og með fallegum innréttingum. Einstaklega gott aðgengi að íbúðinni og næg bílastæði í portinu fyrir aftan húsið og í kring. Frábær staðsetning í miðbæ Reykjavíkur þar sem öll verslun, veitingastaðir og þjónusta í göngufæri hvort sem er upp á Laugarveg eða niður í miðbæ Reykjavíkur. Hér er eign í algjörum sérflokki!Húsfélagið er vel rekið og sterkt, sem er mikill kostur í eignum í þessum gæðaflokki. Húsvörður sinnir daglegu eftirliti. Skipting eignar: Anddyri, gangur, tvö svefnherbergi, baðherbergi, stofa og borðstofa, sjónvarpsherbergi, eldhús, svalir og tvær stórar geymslur.
Fasteignamat næsta árs: 117.700.000Nánari upplýsingar má fá hjá fasteigansala. Halldór Freyr Sveinbjörnsson - 6932916 - halldor@fastgardur.isNánari lýsing:Anddyri með með fataskáp.
Flísalagt baðherbergi með ljósri innréttingu, tveimur handlaugum, baðkari og sturtuklefa. .
Stórt og rúmgott eldhús sem er opið að hluta inn í stofu. Eldhúsið er með fallegri ljósri innréttingu, uppþvottavél og háf.
Inn í eldhúsi er stór skápur með aðstöðu fyrir
þvottavél og þurrkara. Tvö rúmgóð svefnherbergi með fataskápum, útgengt er á suðursvalir frá hjónagerbergi.
Sjónvarpsherbergi er inn af stofu, möguleiki er að breyta því yfir í svefnherbergi.
Stór og björt stofa og borðstofa með góðum suðursvölum
Í sameign eru
tvær stórar sérgeymslur önnur 14,4 fmog 9,6fm, hjóla og vagnageymsla, sameiginleg geymsla og
sérbílastæði sem er virkilega rúmgott.
Gólfefni: Parket og flísar.
Upplýsingar: Eignin er mjög vel skipulögð og rúmgóð í alla staði. Eignin er staðsett í fallegu 3ja hæða húsi sem aðeins fjórar íbúðir deila saman. Glæsileg eign á fallegum stað í miðbæ Reykjavíkur.