Berjaás, glæsilegt sumarhús, hitaveita og útsýni. Fasteignaland kynnir: Sumarhús í landi Búrfells í Grímsnes-og Grafningshreppi. Um er ræða 179,3 fm hús samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Húsið er bjálkahús byggt árið 2008 á steyptum kjallara. Kjallarinn sem er bílskúr er skráður 54,1 fm og hæðin er skráð93,3 fm og milliloftið. 31,9 fm. Nýlega var borið á útveggi hússins en kominn er tími á að bera á grindverk og fleira.
Í þessu húsi er ofnakerfi með varmadælu og gólfhiti í bílskúr (rafmagn). Fjögur svefnherbergi og auk þess rúmgott milliloft sem hægt er að nýta sem svefnloft.
Lýsing á eign: Forstofa með flísum á gólfi og fatahengi. Hol með furuplönkum á gólfi. Stofa og eldhús í sama rými með góðri lofthæð. Eldhús með fallegri viðarinnréttingu, eyju og vönduðum tækjum. Stofan er með fururplönkum á gólfi, kaminu og útgengi út á suður verönd. Geymsla/búr með flísum á gólfi. Herbergisgangur með flísum á gólfi. Þrjú herbergi eru á hæðinni með furuplönkum á gólfi. Tvö með góðu skápaplássi. Baðherbergi er með flísum á gólfi. Fallegri hvítri innréttingu og sturtuklefa. Geymsla með flísum á gólfi þar sem gengið er út á vestur sólpall.
Gengið upp tréstiga á millilofti sem er tvískipt. Annarsvegar stórt sjónvarpsrými sem er hægt að nota sem svefnloft og auk þess stórt herbergi með góðu skápaplássi. Allt milliloftið er með furuplönkum á gólfi.
Gengið er niður tréstiga í kjallara hússins þar er lítið hol með flísum á gólfi og stór bílskúr uppsteyptur með gólfhita og stórri innkeyrsluhurð.
Stórir og miklir sólpallar með girðingu og skjólgirðingu.
Lóðin er 9742 fm glæsileg og með fallegu útsýni. Góð aðkoma er að húsinu og næg bílastæði.
Þetta er glæsilegt hús og vel um gengið og hentar vel fyrir stóra fjölskyldu.
Möguleiki er að fá hluta af búslóð með í kaupum á eigninni.
Árgjald í félag sumarhúsaeiganda á svæðinu er kr. 15.000 á ári en auka gjald hefur verið innheimt vegna framkvæmda á vegum á svæðinu og verður tímabundið.
Upplýsingar gefa: Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali s. 893-1485, netfang:
heimir@fasteignaland.isÁrni Björn Erlingsson, löggiltur fasteignasali, s.
898-0508, netfang:
arni@fasteignaland.is