Ragnar Guðmundsson S: 844-6516 löggiltur fasteignasali hjá TORG fasteignasölu kynnir: Björt og falleg 3- 4ra herbergja íbúð á Bjarkavöllum 5. Íbúðin er á fyrstu hæð
með sérinngangi og rúmgóðum pall með skjólveggjum og hliði. Nýtt vínyl parket á gólfi íbúðar. Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands 72,0 fm. og skiptist í 2-3 svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, alrými sem rúmar bæði stofu og borðstofu. Eitt af herbergjum eignarinnar er skráð sem geymsla en fyrrum eigendur hafa hagnýtt herbergið sem 3ja svefnherbergið. Þvottaherbergi og rúmgóð hjóla- og vagnageymsla í sameign. Opið leiksvæði bak við húsið. Stutt er í leik- og grunnskóla, verslanir, íþróttamiðstöð og sundlaug.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali í S: 844-6516 eða ragnar@fstorg.isNánari lýsing: Forstofa/Hol: Gengið er inn í flísalagða forstofu/hol með tvöföldum hvítum fataskáp.
Eldhús: Dökkbrún viðarinnrétting með hvítum efriskápum og flísum milli neðri og efri skápa. Innréttingin er búin bakaraofni, uppþvottavél, gufugleypi og helluborði. Fallegt nýtt vínyl parket á gólfi.
Stofa og borðstofa: Bjart alrými sem rúmar bæði stofu og borðstofu. Fallegt nýtt harðparket á gólfi. Stórir gluggar og útgengt á rúmgóðan pall með hliði og skjólvegg.
Svefnherbergi: Svefnherbergin eru 2-3, með nýju harðparketi á gólfi og tvö með loftháum fataskápum. Eitt af herbergjum eignarinnar er skráð sem geymsla en fyrrum eigendur hafa hagnýtt rýmið sem svefnherbergi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með hvítum flísum á veggjum og ljósum á gólfi. Búið sturtu, handklæðaofni og upphengdu salerni og hvítri innréttingu með handlaug og skápum.
Þvottaherbergi: Innan sameignar er sameiginlegt þvottaherbergi með tengjum fyrir þvottavélar og þurrkara. Flísar á gólfi.
Geymsla: Geymsla er innan íbúðar. Einnig er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Garður/Lóð: Falleg sameiginleg lóð með grasi, hrauni og leiktækjum. Góð aðkoma er að húsinu og er eignin og umhverfið virkar snyrtilegt.
Hér er um að ræða fallega og vel skipulagða íbúð á vinsælum stað í Vallarhverfi Hafnarfjarðar. Göngufæri er í leik- grunnskóla, verslanir, líkamsrækt, íþróttamiðstöð Hauka við Ásvelli, sundlaug, góðar göngu- og hjólaleiðir svo dæmi séu nefnd.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali í S: 844-6516 eða ragnar@fstorg.isFáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign (Opinber gjöld geta breyst):
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.800 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.