BYR fasteignasala kynnir í einkasölu VALBRAUT 6, 250 Garður. Fimm herbergja einbýlishús á einni hæð með stakstæðum bílskúr við botnlanga í grónu hverfi í Garði, Suðurnesjabæ. Stutt í alla almenna þjónustu og útivist. Smellið hér fyrir staðsetningu.Eignin skiptist í íbúð 133.8 m² og bílskúr 34.4 m², samtals 168.2 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, gangur, eldhús og búr, stofa og borðstofa, fjögur herbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús og geymsla. Bílskúr og geymsla.
Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | 471 2858 |Nánari lýsing: Anddyri, flísar á gólfi, tvöfaldur fataskápur, innangengt er úr anddyri í stofu og borðstofu, herbergi IV og gestasnyrtingu.
Eldhús, korkur á gólfi, upprunaleg innrétting, eldavél, stálvaskur, gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu (getur fylgt), borðkrókur.
Innangengt er frá eldhúsi i stofu og borðstofu, búr og þvottahús.
Búr, korkur á gólfi, hillur.
Stofa og borðstofa, parket á gólfi, útgengt er frá stofu út á verönd til suð-/vesturs, tvöfaldur skápur við inngang í eldhús
Gangur, parket á gólfi.
Herbergi I, hjónaherbergi, fimmfaldur fataskápur, dúkur á gólfi.
Herbergi II, tvöfaldur fataskápur, dúkur á gólfi.
Herbergi III, tvöfaldur fataskápur, dúkur á gólfi.
Herbergi IV, forstofuherbergi, dúkur á gólfi, laus tvöfaldur fataskápur (fylgir).
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, vaskinnrétting, veggskápar, salerni og baðkar, gluggi.
Gestasnyrting, flísar á gólfi, handlaug og salerni, gluggi.
Þvottahús, flísar á gólfi, vinnuborð, stálvaskur í borði, pláss fyrir tvær vélar. Útgengt er úr þvottahúsi í port á milli íbúðarhúss og bílskúrs.
Geymsla, inn af þvottahúsi, málað gólf, fastar hillur, gluggi.
Húsinu hefur verið breytt að innanverðu frá upprunalegum teikningum.
Bílskúr,
geymsla er innst í bílskúr, bílskúrshurðaopnari en engin fjarstýring. Gönguhurð á hlið að þvottahúsinngangi.
Heitt og kalt vatn og rafmagn.
Valbraut 6 er timburhús á einni hæð, klætt að utan. Bárujárn á þaki, timburgluggar og hurðar. Bílskúr er stakstæður, timburskúr klæddur að utan, einhalla þak.
Lóð er gróin, runnar að mestu á lóðarmörkum. Verönd í garði er að hluta til steypt og að hluta til timbur. Steypt bílaplan í aðkomu og fyrir framan bílskúr.
Lóð er leigulóð, 850,0 m² að stærð.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:Fasteignanúmer 209-5802. Valbraut 6, Suðurnesjabær.Stærð: Íbúð 133.8 m². Bílskúr 34.4m² Samtals 168.2 m².
Brunabótamat: 76.800.000 kr.
Fasteignamat: 57.400.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 67.700.000 kr.
Byggingarár: Íbúð 1973. Bílskúr 1973.
Byggingarefni: Timbur.
Landeignanúmer 130709. Íbúðarhúsalóð 850.0 m².