BYR fasteignasala kynnir BLÓMVANGUR 2 ÍBÚÐ 205 Egilsstöðum, í einkasölu. Íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi miðsvæðis á Egilsstöðum.
Stutt í alla almenna þjónustu, útsýni. Smellið hér fyrir staðsetningu.Húsið er steypt fjölbýlishús, byggt árið 2005, eignin skiptist í íbúð, 63 m² og geymslu 7.5 m² samtals 70.5 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag íbúðar: Forstofa, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, svefnherbergi og baðherbergi.
Í sameign: Sér geymsla, þvottahús, hjóla- og vagnageymsla og sorpgeymsla.
Nánari lýsing:Forstofa með fatahengi og skóhirslu, flísar á gólfi.
Gangur liggur innan við forstofu að öðrum rýmum íbúðar.
Alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu. Útgengt er úr stofu út á
svalir.
Eldhús með upprunalegri innréttingu, í eldhúsi er helluborð, ofn, vifta og stálvaskur, gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu (getur mögulega fylgt).
Svefnherbergi með opnum fataskáp yfir heilan vegg.
Baðherbergi, sturtuklefi, salerni, vaskinnrétting og spegill, flísar á gólfi, tengi er fyrir þvottavél á baðherbergi.
Gólfefni: Alrými, svefnherbergi og gangur með flæðandi harðparketi. Flísar á forstofu og baðherbergi.
Á jarðhæð í kjallara er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla, ásamt sameiginlegri þvottaaðstöðu.
Sér geymsla, 7.5 m² að stærð, er í kjallara.
Allt innbú fylgir eigninni. Húsið Blómvangur 2 er steypt með tveimur utanáliggjandi stigahúsum. Húsið er þrjár hæðir og kjallari. Tuttugu og þrjár íbúðir eru í húsinu.
Þak er flatt hefðbundið viðsnúið með pappa og fargi. Hellulögð stétt er að stigahúsum, malbikuð bílastæði, lóð er frágengin.
Lóð er sameiginleg 2.740,2 m² leigulóð í Múlaþings.
Skráning eignarinnar hjá HMS:Fastanúmer 227-8156. Blómvangur 2.Stærð: Íbúð 63.0 m², geymsla 7.5 m². Samtals 70.5 m².
Brunabótamat: 38.100.000 kr.
Fasteignamat: 32.850.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 39.100.000.
Byggingarár: 2005.
Byggingarefni: Steypa
Eignarhald. 01 0205 - Séreign
01 0017 Geymsla 7.5 Brúttó m². 01 0205 Íbúð 63 Brúttó m². 01 0212 Svalir 7.3 Brúttó m².