Valhöll kynnir glæsilega sérhæð í tvíbýlishúsi með rúmgóðum bílskúr ásamt aukaíbúð á frábærum stað í suðurhlíðum Kópavogs. Stórglæsilegt útsýni er til suðurs. Húsið stendur neðan götu í rólegri botnlanga götu. Rúmgóða svalir til suðurs og sérafnotaréttur á lóð. Miklar endurbætur hafa farið fram á húsinu að utan og að innan hefur aðalíbúð verið endurbætt að mestu leyti á afar glæsilegan og smekklegan hátt.Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 143.200.000 kr.
Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen löggiltur fasteignasali / lögfræðingur í síma 691-1931 eða oskar@valholl.is Eignin skiptist á eftirfarandi hátt: Aðalhæð 128.4 fm, bílskúr 33,2 fm og til viðbótar er 73.9 fm þriggja herbergja þakíbúð, þá er 6 fm geymsla á jarðhæð. Samtals 241.5 fm. Nánari lýsing:Auðvelt er nýta alla eignina sem eina heild en í dag er henni skipt upp í aðalhæð og auka þriggja herbergja íbúð í risi (eignin er á einu fastanúmeri). Gengið er inn í báðar eignir um sameignlegan inngang.
Aðalhæð:Inn af innangi er rúmgott þvottahús með sérinnangi.
Gengið er inn í forstofu aðalíbúðar með góðum skápum.
Gestasalerni er inn af forstofu.
Á svefnherbergisgangi eru þrjú rúmgóð svefnherbergi (tvö mjög rúmgóð) auk baðherbergis.
Alrýmið er bjart og opið og samanstendur af stofu borðstofu og eldhúsi. Glæsilegt útsýni er úr alrými
Útgengi er úr alrými á stórar útsýnissvalir til suðurs sem ná í L í kringum húsið. Af svölum er einnig hægt að ganga inn í bílskúr að baka til.
Risíbúð:Úr innangi er gengið inn í stigagang sem leiðir á efri hæð. Á efri hæð eru tvö rúmgóð svefnherbergi, sjónvarpshol, eldhús, baðherbergi með sturtu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara ásamt sauna herbergi. Beggja vegna risíbúðar eru stór rými sem nýta má sem geymslur. Þakgluggar eru á svefnherbergjum og eldhúsi. Efri hæð býður upp á talsverða möguleika til nýtingar.
Bílskúr:Bílskúrinn er rúmgóður og austan megin við húsið. Gluggar eru við enda bílskúrs. Rafdrifinn hurðaopnari. Epoxi á gólfi. Heitt og kalt vatn. Rafhleðslustöð getur fylgt með í kaupunum (óuppsett).
Lóð: Steypt bílaplan og stéttar eru fyrir framan húsið. Steyptir skjólveggir. Lóð hefur verið skipt milli eigenda skv. samkomulagi og er gengið niður á sérafnotarétt um stiga hægra megin við húsið.
Virkilega góð staðsetning í suðurhlíðum Kópavogs, Kópavogsdalurinn í seilingarfjarlægt. Fallegar gönguleiðir í nágrenninu og mikil náttúra. Stutt í skóla, leikskóla og alla almenna þjónustu. Smáratorg og Smáralind örstutt hjá. Endurbætur: Byggingarár hússins er 1989 en miklar endurbætur hafa farið fram á húsinu og íbúð síðustu þrjú ár:
Að utan:- Ný þakklæðning og þakkgluggar.
- Húsið málað.
- Svalir filtaðar.
Að innan (aðalhæð):- Skiplagi breytt og eldhús fært inn í alrými (við það bættist við auka svefnherbergi).
- Nýtt eldhús - marmari og borðum.
- Nýtt baðherbergi.
- Nýtt gestasalerni.
- Hiti settur í golf.
- Nýjar innihurðar.
- Nýjir fataskápar í hjónaherbergi og forstofu.
- Ný gólfefni (einnig parket í risíbúð).
- Eignin máluð.
- Raflagnir yfirfarnar og endurnýjaðar að miklu leyti.
- Neysluvatns og hitalagnir endurnýjaðar að grind.
- Nýir tenglar og rofar.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.