Domusnova Akranesi og Ragga Rún lögg.fasteignasali kynna: ASPARSKÓGA 27, AKRANESI.
SÉR INNGANGUR OG SÓLPALLUR
NÝLEG ( 2017 ) 118,7 4RA HERBERGJA ENDAÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ í LYFTUHÚSI, ÁSAMT SÉRGEYMSLU 7,2 FM Á JARÐHÆÐ SAMTALS 125,9 FM
*** FM verð 690 þús **
Nánari lýsing
Forstofa: Sér inngangur, flísar á gólfi, skápur.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, góð innrétting, sturta og upphengt WC, hitalögn í gólfi.
Innaf baðherbergi er þvottaherbergi með innréttingu og flísum á gólfi. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Hjónaherbergi: Með skápum og harðparketi á gólfi.
2 barnaherbergi: Rúmgóð með harðparketi á gólfi og skápum.
Eldhús/borðstofa/stofa: Mynda eitt stórt rými, góði eldhúsinnrétting, spónlögð með eikaráferð, (uppþvottavél fylgir) háglans efriskápar, eldunareyja með góðu vinnuplássi, harðparket á gólfi og útgengt út á rúmgóðan sólpall.
Allar innréttingar ljósar með viðaráferð. (nema í þvottah.)
Innihurðir hvítar. Innfelld ledljós með dimmerum í gangi, stofu og eldhúsi.
SÉR GEYMSLA og sameiginleg hjóla og vagnageymsla á jarðhæð. Varmaskiptir.
Húsið er byggt úr forsteyptum einingum. Lyfta. Gólfefni eru flísar og parket. Leikskólinn Garðasel í næsta nágrenni.
Stutt í útivistarsvæði, golfvöll og leikskóla.
Nánari upplýsingar veita:
Ragnheiður Rún Gísladóttir löggiltur fasteignasali ragga@domusnova.is / sími 861-4644
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.