Laugardagur 16. ágúst
Fasteignaleitin

Hvenær hægir á hækkun íbúðaverðs?

Seðlabankinn grípur til aðgerða til að stemma stigu við hækkunum á markaði

26 janúar 2022
Mynd af Íslandsbanki
Íslandsbanki
Greiningadeild Íslandsbanka
Mikil eftirspurn einkenndi íbúðamarkaðinn allt síðasta ár. Íbúðaverð hækkaði um nær 16% á árinu eða um ríflega 10% að raunvirði. Þrátt fyrir að kaupmáttur launa hafi einnig vaxið töluvert á árinu 2021 hækkaði raunverð íbúða mun hraðar.
Hagstætt vaxtaumhverfi og góð eignastaða heimilanna er helsta ástæða þess að eftirspurn á íbúðamarkaði er jafn mikil og raun ber vitni. Þrátt fyrir metfjölda nýrra íbúða inn á markaðinn árið 2020 er nokkuð ljóst að framboð íbúða heldur ekki í við eftirspurnina. Íbúðafjárfesting dróst saman á nýliðnu ári og var samdrátturinn 7,5% fyrstu níu mánuði ársins sem er þó töluvert minna en áður vartalið.
Talsverð tímatöf er á byggingarmarkaði þegar horfur á eftirspurn breytast og alla jafna tekur um tvö ár að byggja nýjar íbúðir. Vonir standa til að framboð taki við sér á árinu. Það rímar við talningu Samtaka iðnaðarins frá september síðastliðnum en samkvæmt þeim var töluverð aukning á íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu á fyrri byggingarstigum.
Það telst ekki sjálfbært til lengri tíma litið að íbúðaverð hækki umtalsvert hraðar en laun og annað verðlag. Seðlabankinn hefur gripið til aðgerða til að stemma stigu við hækkunum á markaði. Bankinn hefur hækkað stýrivexti ásamt því að herða á reglum um hámarks veðsetningarhlutfall og greiðslubyrði. Þessar aðgerðir munu koma til með að hafa áhrif á íbúðamarkaðinn í vaxandi mæli á komandi misserum.

Vinsælar eignir

Skoða eignina Lambasel 5
Bílskúr
Skoða eignina Lambasel 5
Lambasel 5
109 Reykjavík
238.6 m2
Einbýlishús
634
997 þ.kr./m2
237.900.000 kr.
Skoða eignina Naustavör 36
Bílastæði
Skoða eignina Naustavör 36
Naustavör 36
200 Kópavogur
108.3 m2
Fjölbýlishús
211
922 þ.kr./m2
99.900.000 kr.
Skoða eignina Skipasund 58
Skoða eignina Skipasund 58
Skipasund 58
104 Reykjavík
144.5 m2
Einbýlishús
514
947 þ.kr./m2
136.900.000 kr.
Skoða eignina Rauðagerði 64
Skoða eignina Rauðagerði 64
Rauðagerði 64
108 Reykjavík
280.8 m2
Einbýlishús
724
604 þ.kr./m2
169.700.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin