Enn hækkar íbúðaverð hratt en vísbendingar um viðsnúning
Þrátt fyrir ríflega 2ja prósenta hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í júní eru vísbendingar um að íbúðamarkaður sé að þokast í átt að betra jafnvægi eftir mikla eftirspurnarspennu og framboðsskort síðustu fjórðunga. Vaxandi framboð nýrra íbúða ásamt strangari lánaskilyrðum, hærri vöxtum á íbúðalánum og lækkandi væntingum almennings um efnahagsþróunina er meðal skýringa á þeirri þróun.
20 júlí 2022
Íslandsbanki
Greiningadeild Íslandsbanka