Þriðjudagur 30. desember
Fasteignaleitin

Eftirspurnarsjokk á húsnæðismarkaðnum

05 apríl 2024
Mynd af Halldór Kári Sigurðarson
Halldór Kári Sigurðarson
Hagfræðingur Húsaskjóls
Photo by Jessa Lundquist on Unsplash
Líkt og vænta mátti hefur íbúðaþörf Grindvíkinga sett mark sitt á húsnæðismarkaðinn undanfarið.
Lög um kaup ríkisins á íbúðum ná til 900 íbúðaeigenda í Grindavík en það gæti skapað kaupendur að tæplega þriðjungi allra íbúða sem eru til sölu á landinu. Líklegast má þó telja að Grindvíkingar leiti í eignir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en eins og sjá má hér að neðan duga allar þær íbúðir sem eru til sölu þar ekki fyrir Grindvíkinga.
Heimildir: HMS og Húsaskjól
Eftirspurnarþrýstingurinn sem fylgir þessum aðstæðum leiddi til þess að fjölbýli utan höfuðborgarsvæðisins hækkaði um 6,4% á milli mánaða í febrúar sem samsvarar 111% hækkun á ársgrunni! Þá er ekki útlit fyrir framboðshliðin geti með góðu móti brugðist við þessu eftirspurnarsjokki þar sem nýleg talning HMS bendir til að áfram dragi úr krafti íbúðauppbyggingar.
Loks eru það vextirnir, en kortaveltutölur benda til að hátt vaxtastig sé farið að draga úr umsvifum og í því samhengi gæti farið að koma tími á vaxtalækkanir þrátt fyrir þráláta verðbólgu.
Heimildir: Seðlabanki Íslands, Hagstofa Íslands og Húsaskjól
Sennilegast reynir peningastefnunefnd að feta þröngan veg hóflegra vaxtalækkana á þessu ári en næsta ákvörðun nefndarinnar er 8. maí næstkomandi.
Undirritaður telur hins vegar ekki að hóflegar vaxtalækkanir muni verða megindrifkraftur húsnæðisverðshækkana á næstunni. Meirihluti húsnæðislána er aftur orðinn verðtryggður og stærstur hluti óverðtryggðra lána er á föstum vöxtum og því er virkni peningastefnunnar ekki með besta móti.
Á lánamarkaði eru það því frekar reglur um hámark greiðslubyrðar fasteignalána sem munu verða ráðandi.
Byggt á launavísitölum og gögnum Hagstofunnar um ráðstöfunartekjur má áætla að miðgildi ráðstöfunartekna íbúa landsins á fasteignakaupaaldri sé í kringum 540.000 kr. á mánuði.
Hér að neðan má því sjá svart á hvítu að fasteignakaupendur eru ekki að velja verðtryggð lán heldur eru þau eina færa leiðin til að standa undir núverandi fasteignaverði.
Takmarkanir á fasteignalánum
Áætlað miðgildi ráðstöfunartekna
íbúa á aldrinum 25-69 ára
540.000 kr.
Leyfileg greiðslubyrði (35%)189.000 kr.
Hámarks leyfilegt verðtryggt lán (25 ár)38 m.kr.
Hámarks leyfilegt óverðtryggt lán (40 ár)21 m.kr.
Mismunur %81%
Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu
það sem af er ári
79 m.kr.
Fyrsti verðfjórðungur (first quartile)58,5 m.kr.
Þrátt fyrir að hugsa megi eftirspurn frá Grindvíkingum sem einhvers konar einskiptis eftirspurnarsjokk þá má ætla að áhrif þess muni vara í allt að 2 ár vegna þess hve seigfljótandi nýtt framboð er. Þá virðist áfram vera vilji til verðtryggðrar lántöku og meðan hans nýtur má vænta þó nokkurra húsnæðisverðshækkana vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í Grindavík.

Vinsælar eignir

Skoða eignina Lambhagi 6
Bílskúr
Skoða eignina Lambhagi 6
Lambhagi 6
800 Selfoss
257.8 m2
Einbýlishús
615
382 þ.kr./m2
98.500.000 kr.
Skoða eignina Birkihvammur 9
Bílskúr
Skoða eignina Birkihvammur 9
Birkihvammur 9
200 Kópavogur
132.9 m2
Hæð
312
676 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Básbryggja 7
Skoða eignina Básbryggja 7
Básbryggja 7
110 Reykjavík
136.8 m2
Fjölbýlishús
514
623 þ.kr./m2
85.200.000 kr.
Skoða eignina Nestún 10
Bílskúr
Skoða eignina Nestún 10
Nestún 10
850 Hella
155.9 m2
Einbýlishús
514
416 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin